„Persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2021 18:34 Hallgerður segir Rottweiler-hunda fjölskylduhunda út um allt land. Þær aðstæður sem hundurinn sem beit stúlku á Röntgen á föstudag voru ekki boðlegar, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir hundinn hafa verið hræddan og það sé æsifréttamennska að slá tegundinni upp. „Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans. Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
„Það eru engar líkur á því að þessi hundur hafi bara allt í einu ákveðið að bíta, það er bara ekki þannig með hunda. Sérstaklega ekki hund sem er kominn á einhvern aldur og engin slík saga; það er alltaf einhver ástæða,“ sagði Hallgerður í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði þekkt að hundar gætu verið veikir á geði, ef svo mætti að orði komast, en það væri sjaldgæft og þá yfirleitt af því að það væri búið að fara illa með þá. „Ef það er hins vegar einhver ofan í honum og að klappa honum og hann er til að byrja með í umhverfi þar sem hann er smeykur og óöruggur, og svo er stigið ofan á hann, þá væri bara mjög óeðlilegt ef hann verði sig ekki,“ sagði hún. Hallgerður segir klárt að þegar hundurinn bítur frá sér sé um varnarviðbragð að ræða og fordæmir jafnframt umræðu sem snýst um tegundin, Rottweiler, sé hættuleg. „Það er ekkert að þessum hundum, þetta eru fjölskylduhundar út um allt land og afskaplega ljúfir og góðir hundar. En það þarf að ganga rétt um þá eins og alla aðra hunda. Ég get alveg sagt ykkur það að tjúar bíta miklu meira en Rottweiler en það er náttúrlega miklu alvarlegra þegar rottweiler bítur, þess vegna tökum við meira eftir því. En það á ekki að stigmatisera hunda útfrá tegundum, það á að skoða aðstæður hvers og eins.“ Eigandinn vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður Hallgerður er gagrýnin á fjölmiðla sem einblína á tegundina og segir ekkert annað í gangi en smellubeituumfjöllun. „Þetta kallar bara á fleiri „klikk“ og þá seljast fleiri auglýsingar. Ég verð bara að segja það hreint út. Þetta er mjög viðhorfsstýrandi nálgun að gera þetta svona.“ Spurð að því hvort það sé endilega góð hugmynd að opna alls staðar dyrnar fyrir hundum segir hún það hafa gengið vel á hótelum, í strætó og í sumarbústöðum. En það séu eðlilegar aðstæður. „Í öllu falli þá verður eigandinn að þekkja hundinn og hafa vald á aðstæðum hundsins. Alveg sama hvar hann er. Ég meina, sjáið hvað er að gerast við eldgosið, þar sem fólk er að sleppa hundunum sínum lausum. Hvernig eiga hundar að vara sig til dæmis ef hraun hleypur fram? Fólk þarf að hugsa fyrir þessu. Og það er alveg sama með þetta; persónulega finnst mér hundar ekkert eiga heima innan um sauðdrukkið fólk. Þeim líður ekkert vel í þannig aðstæðum, alveg sama hvaða tegund þeir eru.“ Hallgerður segir erfitt að segja fyrir um það hvort atvikið geri hundinn líklegri til að bíta aftur en telur það meðal annars ráðast af því hvort hann verður aftur settur í sömu aðstæður. Það sé gömul mýta að hundur sem hefur einu sinni bitið bíti örugglega aftur. „Bit er síðasta varnarviðbragð, hann er búinn að gefa öll merki um að hann þurfi meira rými og minna áreiti. Og ég hef séð myndir af þessum hundi frá þessu kvöldi og hann var hræddur þarna. Og hann var að reyna að sýna það með ýmsum merkjum,“ segir Hallgerður. „Hann hefur vanmetið getu hundsins til að fást við aðstæður, það er alveg ljóst,“ segir hún um ábyrgð eigandans.
Dýraheilbrigði Dýr Næturlíf Veitingastaðir Tengdar fréttir Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01 „Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20 Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23. mars 2021 14:01
„Þetta er náttúrlega ekki stelpunni eða hundinum að kenna“ Eigandi skemmtistaðarins Röntgen við Hverfisgötu segir að aðstæður þar sem eru há tónlist og ölvun séu ekki heppilegar fyrir hunda. Í kjölfar atviks sem upp kom á föstudagskvöldið er nú til skoðunar að setja því takmörk hversu lengi fram á kvöld verður leyfilegt að taka hunda með sér inn á staðinn. 21. mars 2021 17:20
Endurskoða hvort hundar verði áfram velkomnir eftir að stúlka var bitin í andlitið Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið. 21. mars 2021 10:01