Calvin Burks yngri hefur ekki spilað betur á tímabilinu en í þessum 33 stiga sigri Keflvíkinga en hann var með 28 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar á tæpum 30 mínútum í leiknum.
Calvin Burks hitti úr 10 af 15 skotum sínum þar af 5 af 7 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann endaði með 39 framlagsstig.
Guðmundur Benediktsson var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í gær og hann hleraði það að Calvin Burks hafi skellt sér í góða gönguferð upp að gígnum í Geldingadal um helgina.
Burks staðfesti síðan þetta í viðtali við Svala Björgvinsson eftir leikinn. Hann sagði það hafa verið magnaða upplifun og það er ekki hægt að sjá annað en krafturinn úr gosinu hafi skilað sér í leik Calvins í gær.
Burks hafði mest áður skorað 24 stig í einum leik og mest fengið 28 framlagsstig í einum leik.
Flest stig Calvin Burks í einum leik í Domino´s deildinni í vetur:
- 28 stig á móti Grindavík 22. mars
- 24 stig á móti Þór Þorl. 15. janúar
- 21 stig á móti Tindastól 7. febrúar
- 21 stig á móti Þór Ak. 4. mars
- 20 stig á móti Þór Ak. 6. október
- 20 stig á móti Grindavík 25. janúar
- 20 stig á móti Þór Þorl. 7. mars
Flest framlagsstig Calvin Burks í einum leik í Domino´s deildinni í vetur:
- 39 framlagsstig á móti Grindavík 22. mars
- 28 framlagsstig á móti Þór Þorl. 15. janúar
- 26 framlagsstig á móti Þór Ak. 6. október
- 26 framlagsstig á móti Grindavík 25. janúar
- 24 framlagsstig stig á móti Tindastól 7. febrúar
- 23 framlagsstig á móti Þór Þorl. 7. mars
Flestar þriggja stiga körfur Calvin Burks í einum leik í Domino´s deildinni í vetur:
- 5 þristar á móti Grindavík 22. mars
- 4 þristar á móti Þór Ak. 6. október
- 4 þristar á móti Þór Þorl. 15. janúar
Flestar stoðsendingar Calvin Burks í einum leik í Domino´s deildinni í vetur:
- 10 stoðsendingar á móti Þór Ak. 6. október
- 9 stoðsendingar á móti Grindavík 22. mars
- 5 stoðsendingar á móti KR 5. febrúar