Hlynur Andrésson: Ég er farinn að setja markið hærra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2021 14:50 Hlynur Andrésson nær andanum eftir maraþon dagsins. Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta maraþon á ferlinum í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og stórbætti Íslandsmet Kára Steins um rúmlega þrjár og hálfa mínútu. Hlynur ætlaði sér þó að gera enn betur og ná Ólympíulágmarki en það gekk því miður ekki. „Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“ Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
„Mér leið ótrúlega vel allan tímann. Ég var alveg viss eftir 25 km að ég myndi ná lágmarkinu,“ sagði Hlynur Andrésson eftir hlaupið í dag. „Svo datt hérinn út og ég lenti á veggnum þegar það voru um sex kílómetrar eftir þannig að þetta var ströggl í endann.“ Hlynur var ekki nógu sáttur við að ná ekki Ólympíulágmarkinu. „Þetta eru vissulega vonbrigði. Ég var á tímapunkti alveg viss um að ég myndi ná lágmarkinu en það var svolítið mikið rok og það hefðu mátt vera betri aðstæður. Þetta voru öðruvísi aðstæður en ég er vanur.“ Hlynur segist ekki ætla að reyna aftur við Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Tokyo í sumar og að mikill munur sé á heilu og hálfu maraþoni. „Það er í rauninni varla hægt. Ég þyrfti þá að hlaupa þrjú maraþon á hálfu ári og það er bara eiginlega ekki hægt.“ „Þetta er öðruvísi en hálft maraþon. Maður þarf að vera að taka inn kolvetni allan tímann til að halda sér gangandi sem þarf kannski ekki í hálfu. Svo lenti ég á veggnum eftir 36 kílómetra og ég hef eiginlega aldrei lent í því áður.“ Þetta var enn eitt Íslandsmetið sem Hlynur bætir, en fyrir á hann Íslandsmet í öllum vegalengdum frá 3.000 metrum upp í hálft maraþon, eða 21 km. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir.“
Hlaup Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Hlynur Andrésson með nýtt Íslandsmet í maraþoni í fyrstu tilraun Vestmanneyingurinn Hlynur Andrésson hljóp sitt fyrsta heila maraþon á ferlinum í dag. Hlynur setti nýtt Íslandsmet þegar hann hljóp á 2 klukkustundum 13 mínútum og 37 sekúndum, en það er þrem mínútum og 35 sekúndum betri tími en gamla metið. 21. mars 2021 14:10