Alþjóða Ólympíunefndin ásamt Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra tók þessa ákvörðun á fundi sínum í gær og er ástæðan auðvitað Covid-19 faraldurinn sem hefur þegar haft veruleg áhrif á leikana sem var frestað vegna veirunnar síðasta sumar.
Er ákvörðunin tekin til að tryggja öryggi keppenda og heimamanna á leikunum.
Ólympíuleikarnir hefjast þann 23.júlí næstkomandi og Ólympíuleikar fatlaðra rúmum mánuði síðar eða þann 24.ágúst.
It has been concluded that overseas spectators will not be allowed entry into Japan for #Tokyo2020 due to the COVID-19 pandemic.
— #Tokyo2020 (@Tokyo2020) March 20, 2021
We will continue to deliver a safe and secure Games in the hopes that they will be a light of hope. https://t.co/oGUJ1hv8JC