Farið var vítt og breytt yfir tónlistarferil Pálma og voru meðal annars fluttir nokkrir af hans ódauðlegu smellum eins og Þorparinn, Hvers vegna varstu ekki kyrr og Garún svo eitthvað sé nefnt.
Hér fyrir neðan má sjá þá Ingó og Pálma syngja eitt af frægari lögum með hjómsveitinni Brunaliðinu sem var upp á sitt besta á áttunda áratugnum. Lagið Ég er á leiðinni.
Næsti þáttur Í kvöld er gigg er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 18:50 og verður gestur þáttarins enginn annar en listamaðurinn og söngvarinn Daníel Ágúst. Ásamt honum eru söngkonurnar Ragna Björg og Ágústa Ósk.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla fyrri þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+.