Ákærður fyrir átta morð eftir „mjög slæman dag“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 10:24 Það að árásarmaðurinn hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi hefur vakið mikil viðbrögð í Bandaríkjunum. AP/Curtis Compton Maður sem skaut átta til bana, þar af sex konur af asískum uppruna, í árásum á þrjár mismunandi nuddstofum í Atlanta í Bandaríkjunum í vikunni hefur verið ákærður fyrir átta morð. Hinn 21 árs gamli árásarmaður segist ekki vera rasisti. Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Einn maður dó í árásina og ein kona sem er ekki af asískum uppruna. Robert Aaron Long er 21 árs gamall og segist hafa skotið átta manns til bana því hann sé kynlífsfíkill.AP/Fógeti Crisp sýslu Samkvæmt lögreglunni segist Robert Aaron Long þess í stað þjást af kynlífsfíkn og segist hann hafa gert árás á staði sem hafi freistað hans. „Hann var eiginlega búinn að fá nóg og kominn á endastöð,“ sagði Jay Baker, talsmaður fógetans í Atlanta á blaðamannafundi í gær. „Hann átti mjög slæman dag í gær [þriðjudag] og þetta er það sem hann gerði,“ sagði Baker einnig. Þessi ummæli hafa ekki fallið vel í kramið vestanhafs og hefur Baker verið sakaður um að draga úr alvarleika málsins. Ofbeldi og árásir gegn Bandaríkjamönnum hefur aukist verulega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri Nýju kórónuveirunnar. Ummælin má sjá hér að neðan. Netverjar og blaðamenn vestanhafs hafa fundið Facebookfærslur Bakersþar sem hann var að auglýsa boli þar sem nýja kórónuveiran var kölluð „Innflutt veira frá Kína“ þar sem Kína var vitlaust stafað; „CHY-NA“. Í frétt Washington Post kemur fram að fjölmargar árásir gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hafa snúist um and-kínverskan áróður þar sem Kína er kennt um faraldur kórónuveirunnar en veiran greindist fyrst í mönnum þar í landi. Þar hefur Donald Trump, fyrrverandi forseti, farið manna fremstur og fjölmörg samtök Bandaríkjamanna af asískum uppruna segja hann og áróður hans hafa ýtt undir ofbeldi gegn fólki. AP fréttaveitan segir marga sömuleiðis vera reiða yfir því að Long hafi ekki verið ákærður fyrir hatursglæpi, að virðist á þeim grundvelli að hann sagðist sjálfur ekki vera rasisti. Hér að neðan má hlusta á símtal til Neyðarlínunnar vegna árásanna. Margaret Huang, sem stýrir Southern Poverty Law Center, sem fylgjast með öfgamönnum í Bandaríkjunum, sagði árásarmanninn augljóslega hafa beint sjónum sínum að sérstökum hópi fólks. Í samtali við blaðamann AP segist hún óttast að það að skilgreina árásina ekki sem hatursglæp muni hafa þau áhrif að fólk af asískum uppruna dragi lappirnar í því að leita sér hjálpar vegna ofbeldis og haturs.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar. 17. mars 2021 06:31