Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 09:25 Leyniþjónustan varaði Trump við því að Rússar notuðu Rudy Giuliani, persónulegan lögmann hans, (t.v.) til að koma fölskum upplýsingum í umferð. Vísir/EPA Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. Þetta kemur í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar sem leynd var létt af í gær en hún byggist á njósnum í tíð Trump forseta. New York Times segir að bandamenn Trump sem Rússar reyndu að hafa að leiksoppum séu ekki nefndir í skýrslunni en að hún virðist vísa til Rudolphs Giuliani, persónulegs lögmanns Trump í kosningabaráttunni. Giuliani fór mikinn með ásakanir um meinta spillingu Biden og sonar hans í Úkraínu. Rússar eru sagðir hafa dreift upplýsingum sem var ætlað að skaða Hunter Biden, son forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, og hjálpa framboði Trump. Leyniþjónustan telur að fyrir stjórnvöldum í Kreml hafi vakað að móta álit bandarískra kjósenda á frambjóðendunum tveimur og rýra traust bandarísks almennings á kosningum. Það voru ekki aðeins Rússar sem reyndu að hafa áhrif á kosningarnar vestanhafs. Samkvæmt skýrslunni reyndu Íranar og fleiri þjóðir að blanda sér í kosningabaráttuna. Kínverjar hafi íhugað það sömuleiðis en ákveðið að slíkar tilraunir mistækjust og væru líklegar til að koma í bakið á þeim. Leyniþjónustan gaf lítið fyrir ásakanir repúblikana að Kínverjar hefðu hlutast til í kosningunum til að hjálpa demókrötum. Íranska leyniþjónustan er talin hafa reynt að hjálpa Biden á lokametrum kosningabaráttunnar með því að dreifa fölsuðu bréfi sem átti að vera frá öfgahópnum Stoltu strákunum sem Trump hafði beðið um að vera í „viðbragðsstöðu“ í kringum kosningarnar. Bandaríska leyniþjónustan hafnaði afdráttarlaust stoðlausum ásökunum Trump og repúblikana um að erlend ríki eins og Venesúela hafi staðið fyrir stórfelldum kosningasvikum sem hafi kostað hann sigurinn. Nokkur ríki reyndu að hafa áhrif á fosetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember en Rússar voru þar fyrirferðarmestir eins og árið 2016.Vísir/EPA Dældu upplýsingum í bandamenn Trump Í tilraunum sínum til að hafa áhrif á bandamenn Trump og ata aur á Biden beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig Andrij Derkatsj, úkraínskum þingmanni hliðhollum Rússlandi. Derkatsj birti í fjórgang upptökur af símtölum sem áttu að bendla Biden við spillingu í Úkraínu. Í skýrslunni er því haldið fram að Pútín hafi haft yfirsýn yfir athafnir Derkatsj. Giuliani, lögmaður Trump, fundaði með Derkatsj og notaði síðan gögn frá Úkraínu til þess að þrýsta á löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum um að rannsaka Biden-fjölskylduna. Bandaríska leyniþjónustan hafði engu að síður varað Trump forseta við því að rússneskir njósnarar nýttu sér Giuliani til að dreifa ósannindum árið 2019. Rússneska leyniþjónustan er sögð hafa lagt áherslu á að dæla upplýsingum gegn Biden til bandamanna Trump. Herleyniþjónustan GRU hafi í því skyni brotist inn í tölvukerfi úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað brigslað um að Biden hafi sem varaforseti hyglt fyrirtækinu vegna þess að sonur hans var stjórnarmaður þar. Líkt og þegar Rússar reyndu að hjálpa Trump að ná kjöri í kosningunum árið 2016 sneru þeir sér að Konstantin Kilimnik, nánum bandamanni Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Árið 2016 deildi Manafort trúnaðarupplýsingum úr kosningabaráttunni með Kilimnik sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyiþjónustuna. Kilimnik þessi reyndi að koma höggi á Biden í kosningabaráttunni í fyrra með því að halda því ranglega á lofti að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, en ekki rússnesk, sem reyndu að áhrifa á forsetakosningarnar árið 2016. Sú samsæriskenning var meðal annars hvatinn að því að Trump forseti beitti Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þrýstingi um að rannsaka Biden í símtali árið 2019. Sá þrýstingur leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot. Öldungadeildin sýknaði forsetann. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Kína Tengdar fréttir Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Þetta kemur í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar sem leynd var létt af í gær en hún byggist á njósnum í tíð Trump forseta. New York Times segir að bandamenn Trump sem Rússar reyndu að hafa að leiksoppum séu ekki nefndir í skýrslunni en að hún virðist vísa til Rudolphs Giuliani, persónulegs lögmanns Trump í kosningabaráttunni. Giuliani fór mikinn með ásakanir um meinta spillingu Biden og sonar hans í Úkraínu. Rússar eru sagðir hafa dreift upplýsingum sem var ætlað að skaða Hunter Biden, son forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, og hjálpa framboði Trump. Leyniþjónustan telur að fyrir stjórnvöldum í Kreml hafi vakað að móta álit bandarískra kjósenda á frambjóðendunum tveimur og rýra traust bandarísks almennings á kosningum. Það voru ekki aðeins Rússar sem reyndu að hafa áhrif á kosningarnar vestanhafs. Samkvæmt skýrslunni reyndu Íranar og fleiri þjóðir að blanda sér í kosningabaráttuna. Kínverjar hafi íhugað það sömuleiðis en ákveðið að slíkar tilraunir mistækjust og væru líklegar til að koma í bakið á þeim. Leyniþjónustan gaf lítið fyrir ásakanir repúblikana að Kínverjar hefðu hlutast til í kosningunum til að hjálpa demókrötum. Íranska leyniþjónustan er talin hafa reynt að hjálpa Biden á lokametrum kosningabaráttunnar með því að dreifa fölsuðu bréfi sem átti að vera frá öfgahópnum Stoltu strákunum sem Trump hafði beðið um að vera í „viðbragðsstöðu“ í kringum kosningarnar. Bandaríska leyniþjónustan hafnaði afdráttarlaust stoðlausum ásökunum Trump og repúblikana um að erlend ríki eins og Venesúela hafi staðið fyrir stórfelldum kosningasvikum sem hafi kostað hann sigurinn. Nokkur ríki reyndu að hafa áhrif á fosetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember en Rússar voru þar fyrirferðarmestir eins og árið 2016.Vísir/EPA Dældu upplýsingum í bandamenn Trump Í tilraunum sínum til að hafa áhrif á bandamenn Trump og ata aur á Biden beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig Andrij Derkatsj, úkraínskum þingmanni hliðhollum Rússlandi. Derkatsj birti í fjórgang upptökur af símtölum sem áttu að bendla Biden við spillingu í Úkraínu. Í skýrslunni er því haldið fram að Pútín hafi haft yfirsýn yfir athafnir Derkatsj. Giuliani, lögmaður Trump, fundaði með Derkatsj og notaði síðan gögn frá Úkraínu til þess að þrýsta á löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum um að rannsaka Biden-fjölskylduna. Bandaríska leyniþjónustan hafði engu að síður varað Trump forseta við því að rússneskir njósnarar nýttu sér Giuliani til að dreifa ósannindum árið 2019. Rússneska leyniþjónustan er sögð hafa lagt áherslu á að dæla upplýsingum gegn Biden til bandamanna Trump. Herleyniþjónustan GRU hafi í því skyni brotist inn í tölvukerfi úkraínska orkufyrirtækisins Burisma. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað brigslað um að Biden hafi sem varaforseti hyglt fyrirtækinu vegna þess að sonur hans var stjórnarmaður þar. Líkt og þegar Rússar reyndu að hjálpa Trump að ná kjöri í kosningunum árið 2016 sneru þeir sér að Konstantin Kilimnik, nánum bandamanni Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. Árið 2016 deildi Manafort trúnaðarupplýsingum úr kosningabaráttunni með Kilimnik sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyiþjónustuna. Kilimnik þessi reyndi að koma höggi á Biden í kosningabaráttunni í fyrra með því að halda því ranglega á lofti að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, en ekki rússnesk, sem reyndu að áhrifa á forsetakosningarnar árið 2016. Sú samsæriskenning var meðal annars hvatinn að því að Trump forseti beitti Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þrýstingi um að rannsaka Biden í símtali árið 2019. Sá þrýstingur leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot. Öldungadeildin sýknaði forsetann.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Íran Kína Tengdar fréttir Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33
Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31
Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24
Fundu engin merki um meint misferli sonar Biden í Úkraínu Fyrrverandi saksóknari í Úkraínu segir að engar vísbendingar hafi komið fram um að sonur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, hafi gert nokkuð saknæmt við endurskoðun á gömlum málsskjölum þar. Donald Trump Bandaríkjaforseti og repúblikanar hafa haldið því fram án sannana að Biden-feðgarnir hafi gerst sekir um spillingu í Úkraínu. 5. júní 2020 13:41