Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:58 Fyrirtækið InfoMentor, þá Menn og mýs, var stofnað árið 1990 og er nú með starfsstöðvar í fimm löndum. Vísir/Samsett Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00
Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30
Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun