Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:58 Fyrirtækið InfoMentor, þá Menn og mýs, var stofnað árið 1990 og er nú með starfsstöðvar í fimm löndum. Vísir/Samsett Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækjunum. Þar segir að baki Nordtech Group standi hópur hugbúnaðarfyrirtækja sem einbeiti sér að langtímafjárfestingum í hugbúnaðarfyrirtækjum á Norðurlöndunum. „Markmið kaupa Nordtech á InfoMentor er að vinna að frekari útbreiðslu á hinu leiðandi menntakerfi InfoMentor í Evrópu og þá ekki síst víðar á Norðurlöndunum. InfoMentor verður áfram rekið sem sjálfstætt fyrirtæki þar sem Nordtech mun veita InfoMentor öflugan stuðning til áframhaldandi þróunar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.“ Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra InfoMentor, verður fyrirtækið áfram „leiðandi aðili á sínu sviði á Íslandi í þjónustu sinni við skóla og sveitarfélög um allt land.“ Þá sjái forsvarsmenn spennandi tækifæri í kaupunum. Gott orðspor vakti athygli Örn Valdimarsson, stjórnarformaður InfoMentor, segir að í kaupum Nordtech felist mikil viðurkenning á því frumkvöðlastarfi sem InfoMentor hafi unnið að í rúma þrjá áratugi. „Ég lít á langtímafjárfestingu Nordtech í InfoMentor sem mikla viðurkenningu, bæði á því hugviti og reynslu sem við höfum byggt upp, en ekki síður þeim árangri sem fyrirtækið hefur þegar náð á sínu sviði hér á landi og erlendis, þar sem fjöldi notenda skiptir nú þegar milljónum. Við teljum að það séu mörg ný spennandi verkefni fram undan," segir Örn í tilkynningunni. Nordtech stofnuðu upphaflega Pål Hodann og Nils Bergman sem eru sagðir hafa mikla reynslu af rekstri og uppbyggingu norrænna hugbúnaðarfyrirtækja. „Sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði býr InfoMentor yfir miklum tækifærum til áframhaldandi vaxtar á sænska og íslenska markaðnum. Það sem vakti áhuga okkar á fyrirtækinu í upphafi var gott orðspor þess, ánægðir viðskiptavinir sem við ræddum við, öflugt teymi og djúp þekking á skólakerfinu," segir Nils Bergman í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tækni Upplýsingatækni Grunnskólar Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00 Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30 Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Segir foreldrið sem lét vita af öryggisgalla hjá Mentor hafa fengið ósanngjarna meðferð Foreldri sem lét vita af netöryggisgalla hjá Mentor hefur verið sakað um að nálgast gögn þaðan í annarlegum tilgangi og hefur þurft að taka á sig töluverðan lögfræðikostnað. Sérfræðingur í netöryggismálum segir að frekar ætti að þakka þeim sem láta vita af öryggisgöllum en ekki úthrópa þá í fjölmiðlum. 6. mars 2019 22:00
Skilja ekki af hverju íslenskt foreldri safnaði persónuupplýsingum um 422 börn Aðilinn sem safnaði persónuupplýsingum um 422 nemendur í gegnum upplýsingakerfið Mentor er foreldri barns í skóla á Íslandi. 19. febrúar 2019 16:30
Stjórnendabreytingar hjá Mentor Elfa Svanhildur Hermannsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri InfoMentor á Íslandi. 7. júní 2019 14:40