Kannast ekki við tal um aðskilnað en sagði áður „óhjákvæmilegt“ að stefna að því markmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 14:48 Ráðherra vildi ekki kannast við það í dag að rætt hefði verið að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki kannast við að um það hefði verið rætt að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Stangast þetta á við fyrri ummæli ráðherra um málið. Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“ Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“
Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira