Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 16:35 Klaus Dörr leikhússtjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu eftir að fram komu ásakanir á hendur honum um fjölþætta kynferðislega áreitni gagnvart konum í þýsku leikhúsi. Dörr fékk Þorleif Örn til liðs við leikhúsið fyrir tveimur árum. Getty/picture alliance Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum. MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum.
MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36