Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 16:35 Klaus Dörr leikhússtjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu eftir að fram komu ásakanir á hendur honum um fjölþætta kynferðislega áreitni gagnvart konum í þýsku leikhúsi. Dörr fékk Þorleif Örn til liðs við leikhúsið fyrir tveimur árum. Getty/picture alliance Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum. MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum.
MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent