Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 14:49 Í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para séu ekki samkvæmt ætlun guðs. AP/Gregorio Borgia Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni. Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni.
Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira