Víkingur áfram í 8-liða úrslit, Leiknir vann Þrótt í markasúpu og Fram gerði jafntefli við Kórdrengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2021 23:31 Víkingar unnu stórsigur á Þór Akureyri í kvöld og unnu þar með riðil sinn í Lengjubikarnum. Vísir/Vilhelm Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur tryggði sér toppsætið í sínum riðli með 5-0 sigri á Þór Akureyri. Leiknir Reykjavík vann 5-2 sigur á Þrótt Reykjavík, þá gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira
Víkingur tryggði sér sigur í riðli 2 í A-deild með þægilegum sigri á Þór Akureyri á útivelli. Lokatölur 5-0 en markaskorarar hafa ekki enn skilað sér inn á vef KSÍ. Á Twitter segir þó að Einar Guðnason – aðstoðarþjálfari Víkings – hafi skorað fimmta og síðasta mark leiksins. Virkilega áhugavert ef satt reynist. Einar Guðnason henti bara í eitt gegn Þór — Sæbjörn Steinke (@saebjornth) March 12, 2021 Víkingur endar því á toppi riðils 2 með 13 stig en KR var í öðru sæti með 11 stig. Bæði lið fara áfram í 8-liða úrslit. Þór Akureyri endaði á botni riðilsins án stiga. Í fyrri leik kvöldsins í sama riðli gerðu Fram og Kórdrengir 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Albert Brynjar Ingason gestunum yfir en Aron Snær Ingason jafnaði metin fyrir Fram undir lok leiks. Í riðli 4 í A-deild vann Leiknir R. sigur á Þrótti R. í leik sem bauð upp á mikla skemmtun. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum í Leikni yfir snemma leiks og Ágúst Leó Björnsson – fyrrum leikmaður Þróttar – tvöfaldaði forystuna skömmu síðar. Þróttur minnkaði muninn áður en Emil Berger kom heimamönnum í 3-1 á 40. mínútu. Þróttur minnkaði muninn í 3-2 með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Nær komust þeir þó ekki en Leiknir skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Sævar Atli bætti við öðru marki sínu og Daníel Finns Matthíasson tryggði 5-2 sigur Leiknismanna í kvöld. Sigurinn þýðir að Leiknir R. endar með níu stig og gæti það dugað Leikni inn í 8-liða úrslitin. Eins og staðan er núna er Fylkir í 2. sæti með níu stig – líkt og Leiknir – en Árbæingar eru með betri markatölu. Þeir eiga hins vegar Breiðablik á morgun og tapist sá leikur þá fara Leiknismenn áfram þar sem þeir væru með betri markatölu sem og innbyrðisviðureign.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Sjá meira