Lopez og Rodriguez byrjuðu að hittast árið 2017 og árið 2019 trúlofaðist parið. Parið var byrjað að skipuleggja brúðkaup áður en kórónuveirufaraldurinn skall á í fyrra en vegna faraldursins var öllum áætlunum um brúðkaup frestað.
Samkvæmt heimildum slúðurmiðilsins hættu Lopez og Rodriguez saman í dag, en Rodriguez, eða A-Rod eins og hann er kallaður, birti fyrr í dag mynd af sér á snekkju í Miami á Instagram.
„Hundsið mig, ég er bara að taka sjálfu. Hvaða plön hafið þið um helgina?“ skrifaði A-Rod við myndina.
Rodriguez birti síðast mynd af sér og Lopez þann 28. febrúar síðastliðinn, þegar parið var statt í Dóminíska lýðveldinu. Lopez hefur ekki yfirgefið lýðveldið síðan, en hún er þar við tökur á kvikmynd.