Yngsti dómari landsins og hefur aldrei fundið fyrir glerþakinu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2021 10:31 Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára héraðsdómari, sá yngsti á landinu. Halldóra Þorsteinsdóttir er 36 ára, kennir við HR, er yngsti dómari landsins og með fjórða barn þeirra hjóna á leiðinni í heiminn. Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Halldóru með morgunbollanum í Íslandi í dag í gær og fékk að kynnast henni betur. Halldóra er gift Daníel Ágústssyni lögmanni og er hún einnig lektor við lagadeild HR. „Ef ég mætti ráða myndi ég vakna klukkan tíu en ég vakna klukkan hálf átta. Það er fjórða barnið á leiðinni, reyndar þriðja barnið sem ég geng með sjálf en við erum bara svona týpísk nútíma fjölskylda, samsetta fjölskyldan,“ segir Halldóra sem er héraðsdómari við héraðsdóm Reykjaness. Ekkert karlaveldi „Ég er yngsti dómarinn í dag og ég held að ég sé yngsta konan sem er skipuð héraðsdómari. Það eru orðin svo jöfn hlutföll kvenna og karla í minni stétt og dómarastéttin er alltaf að verða jafnari og jafnari. Það er því ekki hægt að segja að ég sé brautryðjandi sem kona, það eru mjög margar konur. Ég er vissulega ung en það hafa áður verið yngstu dómararnir. Það voru margir sem spurðu mig fyrst, ungur dómari í þessu karlaveldi sem margir halda að þetta sé, hvort það eigi ekki eftir að halla á mig og munu gömlu lögmennirnir bera virðingu fyrir þér. Þetta hef ég aldrei fundið og það er borin nákvæmlega sama virðing fyrir mér og sextugum karlmannsdómurum,“ segir Halldóra sem segist aldrei hafa fundið fyrir svokölluðu glerþaki. Hún á von á sínu fjórða barni. Þetta er hennar þriðja meðganga og á maðurinn hennar eitt barn úr fyrra sambandi. Hún segist elska starfið og það sé samt sem áður erfitt að segja að það sé áhugavert og skemmtilegt. Það komi enginn inn í dómssal nema eitthvað sé að. Við dómsuppkvaðningu fer annar aðilinn ánægður út, en ekki hinn. Hún þarf alltaf að vera gríðarlega vel undirbúin og viðurkennir að hún fari oftar en ekki heim með vinnuna. „Ég neita því ekki að þetta getur verið erfitt þegar hagsmunir barna eru í húfi og þetta geta verið erfið mál þar sem maður sér mikla þjáningu barna. Þá er maður bara móðirin sem maður er og mannlegur. Maður þarf að leitast við að láta það ekki hafa áhrif á sig.“ Fyrst og síðast móðir Ef hún hefði ekki orðið dómari hefði hún alveg séð sjálfan sig í tónlist. „Ég fer svolítið á kareoki-barina en ég er algjörlega á réttum stað. En ég spila á píanó,“ segir Halldóra sem sýndi listir sínar á píanóið. Hún segist hafa verið stundum og hörð við sjálfan sig og verið með jafnvel óraunhæfar kröfur og óraunhæfa sjálfsmynd. „Krakkar í dag sem ég er að kenna eru svo svakalega flottir og ég kannski segi það við einstaklinginn að hann hafi svo margt fram að færa og sé líka svo góð manneskja, sem er líka mikilvægt. Svo ef ég spyr hana, þá er hennar upplifun svo allt önnur,“ segir Halldóra og bætir við að það sé einfaldlega mannlegt að efast um sjálfan sig. Hún segist ávallt setja börnin sín í fyrsta sæti. „Ég er auðvitað móðir fyrst og síðast. Þó svo að vinnan sé oft í forgangi, þá er hún samt alltaf á eftir börnunum. Maður getur ekki leyft sér að vera bara í framapotinu og sinna ekki börnunum sínum.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Dómstólar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira