„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Svali Björgvinsson er flestum körfuboltaunnendum vel kunnugur. Stöð 2 Sport Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn