Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Jón Arnór Stefánsson kemur nú inn af bekknum hjá Val en í byrjunarliðið er komið bandarískur leikmaður sem er mikill skorari og ber nafnið Jordan. Vísir/Vilhelm Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja. Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum