Innanlandsflug einnig undir merkjum Icelandair Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:49 Leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum 16. mars. Vísir/Vilhelm Innanlands- og millilandaflug Icelandair verður samþætt undir merkjum Icelandair. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair, en leiðakerfi og sölu- og markaðsstarf Air Iceland Connect og Icelandair mun sameinast undir vörumerki Icelandair frá þriðjudeginum næsta, 16. mars. Í tilkynningu segir að markmiðið með samþættingu félaganna sé að tryggja sjálfbæra framtíð innanlandsflugs Icelandair Group sem og flugs á vestnorrænum markaðssvæðum, og á sama tíma styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild. „Flugrekstrarleyfi félaganna verða áfram aðskilin en eftir samþættinguna verða innanlands- og svæðisbundin flug á FI flugnúmerum Icelandair. Þá stuðlar samþættingin að verulegum samlegðaráhrifum í rekstri félagsins, svo sem með sameiningu yfirstjórnar, stoðdeilda og kerfa. Áfangastaðir um allt land verða sýnilegri á heimasíðu Icelandair í gegnum eina leit, einn farmiða og tengingu við leiðakerfið í Evrópu og Norður Ameríku. Þá mun tenging við Icelandair vörumerkið lyfta innlendum áfangastöðum upp alþjóðlega en vörumerki Icelandair er vel þekkt á lykilmörkuðum félagsins eftir áratuga uppbyggingu og fjárfestingu í sölu- og markaðsmálum. Nú stendur yfir vinna við endurmat á vörum og þjónustu í innanlandsflugi. Eftir yfirfærsluna þann 16. mars næstkomandi verður sölu Flugfrelsis hætt og breytingar verða á skilmálum og þjónustu Flugkappa og Flugfélaga. Skilmálar útstandandi ferðainneigna sem keyptar eru fyrir yfirfærsluna eru óbreyttir en sú breyting verður á að þjónusta við viðskiptavini fer fram í gegnum þjónustuver Icelandair. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynntar verða á vormánuðum,“ segir í tilkynningunni. Aðspurð um hvort breytingin nú hafi einhver áhrif á starfsfólk segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. Greint var frá því í mars á síðasta ári að forsvarsmenn Icelandair Group hefðu ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair þar sem ætlunin var sögð vera að sameina hin ýmsu svið flugfélaganna tveggja; svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Kom þá fram að félögin tvö yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect yrðu áfram starfsmenn þess félags. Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect var samhliða lögð niður. Áfram sömu áfangastaðir Í tilkynningunni sem barst fjölmiðlum nú í morgun segir að áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verði eftir sem áður Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar. Þá hafa Air Iceland Connect og Norlandair átt í samstarfi um flug til nokkurra áfangastaða á Íslandi til viðbótar, svo sem til Bíldudals og Gjögurs frá Reykjavík, ásamt flugi til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar frá Akureyri. „Hægt hefur verið að kaupa flugmiða á þessa áfangastaði í einum miða í gegnum bókunarsíðu Air Iceland Connect. Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verða einungis fáanleg á heimasíðu þeirra en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair. Félögin munu þó áfram vinna þétt saman og engin breyting verður á þjónustu við farþega frá Akureyrarflugvelli né Reykjavíkurflugvelli. Þá vinna félögin að því í samstarfi við Vegagerðina að þeir farþegar sem nýta sér tengiflug Icelandair/Norlandair geti áfram nýtt sér Loftbrúarréttindi á þessum leiðum,“ segir í tilkynningunni frá Icelandair. Air Iceland Connect, sem nú heyrir sögunni til, varð til árið 2017 eftir nafnabreytingu á Flugfélagi Íslands. Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með samþættingu félaganna sé að tryggja sjálfbæra framtíð innanlandsflugs Icelandair Group sem og flugs á vestnorrænum markaðssvæðum, og á sama tíma styrkja og einfalda rekstur félagsins í heild. „Flugrekstrarleyfi félaganna verða áfram aðskilin en eftir samþættinguna verða innanlands- og svæðisbundin flug á FI flugnúmerum Icelandair. Þá stuðlar samþættingin að verulegum samlegðaráhrifum í rekstri félagsins, svo sem með sameiningu yfirstjórnar, stoðdeilda og kerfa. Áfangastaðir um allt land verða sýnilegri á heimasíðu Icelandair í gegnum eina leit, einn farmiða og tengingu við leiðakerfið í Evrópu og Norður Ameríku. Þá mun tenging við Icelandair vörumerkið lyfta innlendum áfangastöðum upp alþjóðlega en vörumerki Icelandair er vel þekkt á lykilmörkuðum félagsins eftir áratuga uppbyggingu og fjárfestingu í sölu- og markaðsmálum. Nú stendur yfir vinna við endurmat á vörum og þjónustu í innanlandsflugi. Eftir yfirfærsluna þann 16. mars næstkomandi verður sölu Flugfrelsis hætt og breytingar verða á skilmálum og þjónustu Flugkappa og Flugfélaga. Skilmálar útstandandi ferðainneigna sem keyptar eru fyrir yfirfærsluna eru óbreyttir en sú breyting verður á að þjónusta við viðskiptavini fer fram í gegnum þjónustuver Icelandair. Auk þess er unnið að þróun nýrra lausna sem kynntar verða á vormánuðum,“ segir í tilkynningunni. Aðspurð um hvort breytingin nú hafi einhver áhrif á starfsfólk segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, svo ekki vera. Greint var frá því í mars á síðasta ári að forsvarsmenn Icelandair Group hefðu ákveðið að samþætta rekstur Air Iceland Connect og Icelandair þar sem ætlunin var sögð vera að sameina hin ýmsu svið flugfélaganna tveggja; svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Kom þá fram að félögin tvö yrðu þó áfram með aðskilin flugrekstrarleyfi og áhafnir Air Iceland Connect yrðu áfram starfsmenn þess félags. Staða framkvæmdastjóra Air Iceland Connect var samhliða lögð niður. Áfram sömu áfangastaðir Í tilkynningunni sem barst fjölmiðlum nú í morgun segir að áfangastaðir Icelandair í innanlandsflugi verði eftir sem áður Akureyri, Egilsstaðir, Ísafjörður og Vestmannaeyjar. Þá hafa Air Iceland Connect og Norlandair átt í samstarfi um flug til nokkurra áfangastaða á Íslandi til viðbótar, svo sem til Bíldudals og Gjögurs frá Reykjavík, ásamt flugi til Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar frá Akureyri. „Hægt hefur verið að kaupa flugmiða á þessa áfangastaði í einum miða í gegnum bókunarsíðu Air Iceland Connect. Eftir samþættingu Air Iceland Connect og Icelandair breytist samstarf Norlandair við félagið þannig að flug á áfangastaði Norlandair verða einungis fáanleg á heimasíðu þeirra en ekki í gegnum bókunarsíðu Icelandair. Félögin munu þó áfram vinna þétt saman og engin breyting verður á þjónustu við farþega frá Akureyrarflugvelli né Reykjavíkurflugvelli. Þá vinna félögin að því í samstarfi við Vegagerðina að þeir farþegar sem nýta sér tengiflug Icelandair/Norlandair geti áfram nýtt sér Loftbrúarréttindi á þessum leiðum,“ segir í tilkynningunni frá Icelandair. Air Iceland Connect, sem nú heyrir sögunni til, varð til árið 2017 eftir nafnabreytingu á Flugfélagi Íslands.
Fréttir af flugi Icelandair Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira