Þjónustugreiðslur vegna barna: Bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar á Íslandi Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 5. mars 2021 11:30 Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Félagsmál Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarráð samþykkti í gær breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð sem flestar eiga rætur sínar að rekja til tillagna stýrihóps um aðgerðir gegn sárafátækt barna og fjölskyldna þeirra. Stýrihópurinn starfaði í umboði sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á árunum 2019-2020 og var ég í forsvari fyrir hann. Hópurinn lagði mikla áherslu á að ná víðtæku samráði, við fræðimenn, starfsmenn, notendur og fulltrúa samtaka sem hafa reynslu af því að starfa með fólki í fátækt. Hópurinn lagði til ýmsar úrbætur í þjónustu Velferðarsviðs bæði á sviði úrræða, reglna, upplýsingagjafar og samráðs. Rík áhersla var á að koma á fót þjónustugreiðslum til barna þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar til að tryggja þeim mikilvæga grunnþjónustu óháð efnahag foreldra. Stærstu breytingarnar sem nú hafa verið samþykktar á reglum um fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar felast í því, að heimildagreiðslur sem hafa verið til vegna barna verða nú þjónustugreiðslur, sem verða að sjálfkrafa rétti en ekki heimild. Þannig er hægt að veita börnum notenda fjárhagsaðstoðar ákveðna grunnþjónustu á vegum borgarinnar. Þjónustugreiðslurnar duga fyrir allt að átta tíma dvöl á leikskóla ásamt fæðisgjaldi, dvöl á frístundaheimili fimm daga í viku ásamt síðdegishressingu og skólamat fyrir hvert barn notenda fjárhagsaðstoðar. Greiningar velferðarsviðs sýndu að fyrirkomulagið sem hefur verið við lýði varðandi heimildagreiðslur vegna barna, hamlaði notendum að sækja rétt sinn, þar sem fyrst þurfti að leggja út fyrir kostnaði og fá síðan hluta hans endurgreiddan. Fyrstu sex mánuði ársins 2019 nýttu einungis 41% foreldra á fjárhagsaðstoð heimildagreiðslur vegna barna. Með nýju fyrirkomulagi verður hægt að tryggja öllum notendum þjónustugreiðslur með skilvirkum hætti og börnum þeirra mikilvæga grunnþjónustu. Hér er um að ræða algjörlega nýja nálgun í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi, barnmiðaða nálgun, þar sem litið er á sjálfstæðan rétt barna til þjónustu. Þjónustugreiðslur vegna barna er bylting í framkvæmd fjárhagsaðstoðar hér á landi þar sem unnið er með hagsmuni og velferð barna að leiðarljósi. Þessarri mikilvægu breytingu ber að fagna enda mikilvægt skref í átt að barnvænna og betra samfélagi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun