Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. mars 2021 21:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
„Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum.
Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53
Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11