Fíkniefnalaust Ísland árið 2000 Ásgrímur Hermannsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fíkn Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Fíkniefnalaust Ísland árið 2000, háleitt markmið Framsóknarflokksins undir lok síðustu aldar verður sífellt fáránlegri hugmynd eftir því sem fram líða árin. Nú rúmum tuttugu árum síðar hafa fíkniefni aldrei verið aðgengilegri. Áður en lengra er haldið skal það vera öllum ljóst að þessi grein mælir hvorki með notkun löglegra eða ólöglegra vímuefna. Besta forvörnin er ávallt bindindi. Að því sögðu hefur bindindis- og bannstefnan ekki borið neinn árangur á þeim sviðum þar sem hún hefur verið reynd, hvorki í kynfræðslu né vímuefnafræðslu. Í dag er auðveldara að fá fíkniefni send heim að dyrum í gegnum smáforrit í síma heldur en pizzu. Fíkniefnaheimurinn sefur ekki og er ávallt til þjónustu reiðubúinn. Iðnaðurinn í kringum fíkniefnin eru þó öllu alvarlegri. Þó aðgengið sé auðvelt eru starfsmenn þess iðnaðar ekki jafn vinalegir og pizzasendlar. Þar leynist heimur sem stór hluti landsmanna sér ekki daglega, dimmur og drungalegur. Af og til fær fólk sem vill minnst af honum vita innsýn í þennan heim. Innsýn sem birtist okkur í átökum um völd á markaðnum, bensínsprengjuárásum, barsmíðum og nú nýlega morði. Mikil vitundarvakning hefur þó átt sér stað í þessum efnum á síðustu árum og nú hrynja brot úr vegg bannstefnunnar eitt af öðru. Fíkn er heilbrigðisvandamál og ber að koma fram við af manngæsku og leita leiða til þess að rétta fólki í neyð hjálparhönd. Ekki útskúfa það úr samfélaginu og ýta þeim í fang aðila sem flest allir eru sammála að eigi ekki að grípa þau. Aðila sem grípa þá veiku og ýta þeim út í slíka örbirgð að rán, vændi og ofbeldi verða greiðslumöguleikar fyrir næsta skammt. Þvílík mannvonska, mannvonska sem allt heiðvirt fólk ætti að skammast sín fyrir. Við sem samfélag höfum ýtt veiku fólki í fang glæpamanna því að við viljum helst ekki horfast í augu við þá einföldu staðreynd að vímuefni hafa fylgt mannkyninu frá upphafi og eru ekki að fara neitt í bráð. Hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það eru þó lausnir í boði og mörg góð úrræði sprottið upp á síðustu árum. Þar ber hæst að nefna og þakka sjálfboðaliðum frú Ragnheiðar sem veita sprautufíklum lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu í formi hreinna nála og að vera til staðar fyrir þá sem samfélagið hefur ýtt út í kuldann. Þó það sé ekki nema um stundarsakir að bjóða þeim aftur inn í hlýjuna. Gott betur þarf ef duga skal. Vandræði hins hömlulausa óregluvædda fíkniefnamarkaðar felast ekki síst í að engin loforð eru fyrir því að efnin séu raunverulega þau sem viðskiptavinurinn pantaði . Þannig eru mýmörg dæmi þess að styrkleiki efna sé allt annar en sá neytandinn ætlaði sér að panta eða einfaldlegainnihaldi allt önnur vímuefni. Íblöndun efna á sér margar skýringar en iðulega eru þær önnur birtingamynd aðal drifkrafta þessa mannfjandsamlega iðnaðar, tangarhald yfir fíklinum og græðgi. Sterkari efni = sterkari fíkn = sterkara tak á fíklinum. Það er kominn tími til að við sem samfélag tökum gott skref aftur á bak og horfumst í augu við blákaldan veruleikann. Við erum ekki að fara vinna þetta stríð eins og það hefur verið barist með því að berjast við neytendur og ýta þeim í fang glæpamanna. Það er kominn tími til að ræða af fullri alvöru regluvæðingu vímuefnamarkaðarins. Hvernig við getum komið honum úr höndum glæpamanna og aðstoðað þá sem vilja leita sér aðstoðar. Þangað til að vímuefnaneytendur vilja leita sér aðstoðar er það minnsta sem við getum gert að veita þeim aðgang að hreinum efnum, prófuðum efnum, hreinum aðbúnaði og gert allt sem í okkar valdi stendur til að hrifsa þau til baka úr klóm þeirra sem nærast á neyð þeirra. Höfundur er matreiðslumeistari á Matarkjallaranum. Hans helstu hugðarefni eru velferð fíknisjúklinga og velferðarmál. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun