Milliliður okkar allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 11:32 Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar