Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 14:01 Styrmir Snær Þrastarson hefur spilað vel með Þórsliðinu og sést hér skora á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira