Innlent

Lokuðu tveimur veitinga­húsum á Akur­eyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í gær.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í gær. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum.

Samkvæmt núgildandi reglugerð um samkomutakmarkanir verða veitingahús að hafa lokað eigi síður en klukkan 23. Samkvæmt lögreglu var enn verið að þjóna til borðs á umræddu veitingahúsi klukkan 23:15 og voru um 50 gestir inni.

„Þónokkuð var af fólki í bænum og sinnti lögreglan einnig ölvunar- og hávaðaútköllum fram undir morgun. Í einu útkallinu fannst lítilræði af fíkniefnum sem voru haldlögð.“

Þá sinnti lögregla útkalli á Siglufirði í gærkvöldi vegna gafls sem fokið hafði af stóru verksmiðjuhúsnæði í miklu vindaveðri sem verið hefur í bænum. Lögregla og björgunarsveit fóru á vettvang og búið er að festa gaflinn niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×