Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Shawn Glover getur hoppað frá borði hvenær sem er á Króknum svo framarlega sem annað félag er tilbúið að kaupa hann út úr samningnum við Tindastól. Hér er hann í leik á móti KR. Vísir/Elín Björg Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði. Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira