Barist um Arnarnesið í beinni úr Forsetahöllinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:30 Hrafn Kristjánsson þjálfar liðið hjá Álftanesi og hér ræðir hann við leikmenn liðsins í leik í Forsetahöllinni fyrr á tímabilinu. Álftanes körfubolti Blikar og Álftanesmenn eru í baráttu um sæti í Domino´s deild karla í körfubolta og innbyrðis leikur liðanna í kvöld gæti skipt miklu máli í lokaröð liðanna í vor. Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021 Körfubolti Breiðablik Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira
Leikur nágrannaliðanna Breiðabliks og Álftaness í 1. deild karla í körfubolta verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Breiðablik er á toppi deildarinnar en Álftanesliðið er í fjórða sæti og aðeins tveimur stigum á eftir Blikum. Leikurinn fer fram á heimavelli Álftanesliðsins, Forsetahöllinni sjálfri, og hefst hann klukkan 19.15. Útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.05 en það er Tómas Steindórsson sem lýsir. Breiðablik hefur spilað í Domino´s deildinni áður en Álftanes, sem kom upp úr 2. deildinni fyrir tveimur árum, er að reyna að komast þangað í fyrsta sinn í sögu félagsins. Álftanes hefði verið með jafnmörg stig og Breiðablik hefði liðið snúið með bæði stigin heim frá Ísafirði en liðið tapaði þá með eins stigs mun á móti Vestra, 76-75. Álftanes var fimm stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir en Vestramenn skoruðu sex síðustu stig leiksins og tryggðu sér sigurinn. Blikar hafa ekki spilað í ellefu daga eða síðan þeir töpuðu 100-88 á móti Skallagrími í Borgarnesi 15. febrúar síðastliðinn. Þeir höfðu þá unnið sex leiki í röð frá því að þeir töpuðu á móti Álftanesi 15. janúar síðastliðinn. Þetta er nefnilega annar leikur liðanna í vetur en Álftanes vann 96-87 sigur á Blikum í Smáranum í fyrsta leik liðanna eftir að keppni hófst á nýjan leik eftir kórónuveiruhlé. Cedrick Taylor Bowen skoraði þá 26 stig fyrir Álftanes og leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson var með þrennu, skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Vilhjálmur Kári Jensson var síðan með 11 stig og 13 fráköst. Árni Elmar Hrafnsson var stigahæstur hjá Blikum í þeim leik með 21 stig en Samuel Prescott Jr. skoraði 12 stig. Þetta er annar leikurinn út 1. deild karla sem Stöð 2 Sport sýnir beint en það var boðið upp á mikla spennu fyrir viku síðan þegar Selfoss vann Hrunamenn 89-85 eftir æsispennu og framlengdan leik. Blikarnir koma í heimsókn í Forsetahöllina og leikurinn verður í beinni á Stöð2 Sport. Föstudagsvöld kl. 19:15. Áfram Álftanes!Posted by Álftanes körfubolti on Þriðjudagur, 23. febrúar 2021
Körfubolti Breiðablik Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Sjá meira