Mikilvægt að fólk sé vel upplýst ef rýma þurfi á höfuðborgarsvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 19:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir margt geta orðið tilefni til þess að grípa þyrfti til rýminga á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir mikilvægt að fólk fái traustar upplýsingar og ani ekki af stað, ef til rýminga kæmi. Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“ Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóns Viðars í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir fleira en bara snarpa jarðskjálfta eða eldgos geta orðið tilefni til rýminga. „Það er náttúrulega bara bæði, og getur verið margt, margt annað. Það getur verið bruni, eiturefnaslys, það getur verið margt sem getur komið upp á sem krefst þess að þurfi að flytja fólk á milli svæða,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá líklegt að grípa þyrfti til þess ráðs að opna fjöldahjálparstöðvar, jafnvel fyrir höfuðborgarsvæðið allt. „Fólk kannski leitar þangað. Ef það fær einhverja viðvörun getur það þess vegna leitað þangað snemma og ef það er að leita þangað eftir að atburðurinn er búinn að eiga sér stað þurfum við að treysta á það að fólk komi þangað eða fylgist mjög vel með fjölmiðlum, því þaðan koma upplýsingarnar. Það er ekki gott að fólk ani af stað, það þarf að vita hvert á að fara,“ segir Jón Viðar. Hann segir þá að ekki sé gert ráð fyrir að allt höfuðborgarsvæðið yrði undir í einu. „Þannig að við flytjum þá fólk á milli svæða, og þetta þarf að gera mjög skipulega.“
Slökkvilið Almannavarnir Reykjavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26 Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,5 fannst á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi Jarðskjálfti að stærðinni 3,5 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi klukkan 14:35 í dag. Upptök skjálftans voru rétt fyrir norðan Fagradalsfjall og var hann sá stærsti sem mælst hefur síðan á fjórða tímanum í nótt. Þá er um að ræða fjórða skjálftann sem mælist að stærðinni 3 eða stærri frá því á miðnætti. 25. febrúar 2021 15:26
Segir bæjarbúum líða illa vegna jarðskjálftanna Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir ekki góða stemningu í bænum í þeirri jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesið. Fólki líði illa og hafi í einhverjum tilfellum farið heim úr vinnu. 24. febrúar 2021 11:01