Aðgerðaleysi Vesturlanda í loftslagsmálum gerir okkur dauðasek Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Finnur Ricart Andrason skrifa 25. febrúar 2021 11:31 Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland finnur nú þegar fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Súrnun sjávar, veðurfarsbreytingar, niðurbrot vistkerfa og hopun jökla hafa nú þegar áhrif, og munu þau aðeins aukast í framtíðinni. Þessar afleiðingar eru hins vegar ekki jafn lífshættulegar og þær alvarlegu afleiðingar sem íbúar Túvalú, Bangledesh, Rúanda og annarra fátækra landa upplifa í dag. Sem dæmi um alvarlegar afleiðingar má nefna vatnsskort, mannskæðar hitabylgjur og heimilisleysi vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Þessi lönd, þrátt fyrir að finna hvað mest fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga, bera minnsta ábyrgð á þeim. Við á Íslandi aftur á móti, erum með eitt stærstakolefnisfótsporíheimi, en munum finna mun seinna fyrir lífshættulegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þetta mynstur á við um flest Vesturlönd, sem eru stærstu orsakavaldar loftslagsbreytinga miðað við höfðatölu, en finna minna fyrir þeim enn sem komið er. Margir hérlendis eru fljótir að benda fingrum á Indland og Kína til að kenna þeim um losun heimsins, en gleyma alveg að taka inn í myndina losun á höfðatölu, sem og sögulega losun. Eins þarf að hafa í huga að stór hluti framleiðslu, og þar af leiðandi losun landa svo sem Indlands og Kína, er knúin af vestrænni ofneyslu. Mest af því kolefni sem er í andrúmsloftinu í dag kemur frá vestræna heiminum eftir rúma öld af vestrænni iðnbyltingu, heimsvaldastefnu og hömlulausri mengun. Meðfylgjandi mynd frá Our World in Data sýnir gögn um sögulega losun. Líkt og fram hefur komið, ber hinn vestræni heimur ábyrgð á losun á mestum hluta þess kolefnis sem er í andrúmsloftinu í dag, sem er í kringum 417 ppm (e. parts per million). Þessi tala þarf að verða 350 ppm til að við eigum möguleika á því að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá iðnbyltingu og koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Það er því á ábyrgð þróaðra ríkja að draga snarlega úr sinni losun, binda það kolefni sem við höfum losað og aðstoða við fjárfestingar í endurnýjanlegri orku fyrir þróunarríki sem njóta ekki sömu lífsgæða og við. Þegar rætt er um loftslagsbreytingar er mikilvægt að skoða einnig siðferðislegan vinkil þeirra. Ef umræðan einblínir á praktíkina og efnahagslegar afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerða er ekki verið að viðurkenna það mikla siðferðislega óréttlæti sem felst í því að ræna framtíðarkynslóðir af hreinni náttúru, lífi og hamingju. Mörg okkar sem mótmælum á hverjum föstudegi aðgerðarleysi Íslands í loftslagsmálum verða ekki orðin þrítug árið 2030, þegar losun heimsins mun þurfa að hafa helmingast ef við ætlum að halda hlýnun jarðar undir 1,5C samkvæmt fimmtu skýrslu IPCC. Því nuddar það salti í sárið þegar við erum kölluð „leiðtogar framtíðarinnar“, því aðgerðaleysið í dag sviptir okkur möguleikanum á bjartri framtíð. Ísland ber siðferðislega skyldu til að lýsa yfir neyðarástandi og grípa til róttækari aðgerða, ekki bara Íslendinga vegna, heldur líka vegna allra íbúa heimsins. Við þurfum að ná kolefnishlutleysi sem fyrst og fjárfesta í umhverfisvænum lausnum við loftslagskrísunni til þess að þróunarlönd eigi efni á þeim. Samvinna þarf að eiga sér stað á grundvelli þar sem allir aðilar eru jafnir, þar sem allir bera jafn mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Öðruvísi leysum við þetta ekki. Höfundar eru meðlimir Ungra umhverfissinna. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er BSc nemi í Umhverfisvísindum og heimspeki við Harvard University og Finnur Ricart Andrason er BSc nemi í Global Sustainability Science við Universiteit Utrecht. Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Greinin er hluti af Aðgerðir strax!, herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun