Stærsti skjálftinn í tilfelli Bryndísar reyndist harður árekstur Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 10:51 Bryndís í stóli forseta Alþingis. Bryndís lýsir hörðum árekstri sem hún lenti í gær, stærsti skjálftinn sem hún upplifði í gær. vísir/vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og einn forseta Alþingis, lenti í hörðum árekstri í Ártúnsbrekkunni í gær. Bryndís slapp með skrekkinn en bíll hennar er ónýtur. Bryndís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og lýsir tildrögum árekstursins sem verður henni svo tilefni vangaveltna um almannavarnir og hættustig. Bryndís greinir frá því að hún hafi byrjað daginn í gær á því að fara í útvarpsviðtal í Harmageddon, þar sem jafnréttismálin voru á dagskrá. Svo heitar voru þær umræður að þau fundu ekki mikið fyrir jarðskjálftanum. Bryndís fann eftirskjálftana hins vegar ágætlega. „En á heimleið minni á Vesturlandsveginum fann ég lang mesta hristinginn. Ég var nýlega kominn upp Ártúnsbrekkuna og var að hlusta á viðtal við Víði Reynisson þar sem verið var að spyrja um viðbrögð vegna jarðskjálftanna og að við værum á hættustigi. Víðir var spurður út í rýmingar en hann sagði enga þörf á slíku en áætlanir væru til um rýmingar á bæði Reykjanesi svo og á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna fann ég verulegan skjálfta þegar keyrt var aftan á mig,“ segir Bryndís. Við hristumst flest vel í gær, ég byrjaði daginn í Harmageddon að ræða jafnréttismál þá fór móðir jörð að hrista sig og...Posted by Bryndís Haraldsdóttir on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021 Enginn meiddist en báðir bílarnir voru ónýtir og sem slíkir kyrrstæðir á miðjum Vesturlandsvegi. „Það þurfti því að kalla til lögregluna til að stýra umferð og koma bílunum út í kant. Við þetta skapaðist að sjálfsögðu mikil umferðateppa og ég hugsaði, guð sé lof að við værum ekki að rýma höfuðborgarsvæðið,“ segir Bryndís sem telur þetta lýsandi þörfina fyrir Sundabraut. Hér má hlusta á viðtalið sem þeir Harmageddonmenn áttu við Bryndísi í gær. Umferðaröryggi Jafnréttismál Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Bryndís segir frá þessu á Facebook-síðu sinni og lýsir tildrögum árekstursins sem verður henni svo tilefni vangaveltna um almannavarnir og hættustig. Bryndís greinir frá því að hún hafi byrjað daginn í gær á því að fara í útvarpsviðtal í Harmageddon, þar sem jafnréttismálin voru á dagskrá. Svo heitar voru þær umræður að þau fundu ekki mikið fyrir jarðskjálftanum. Bryndís fann eftirskjálftana hins vegar ágætlega. „En á heimleið minni á Vesturlandsveginum fann ég lang mesta hristinginn. Ég var nýlega kominn upp Ártúnsbrekkuna og var að hlusta á viðtal við Víði Reynisson þar sem verið var að spyrja um viðbrögð vegna jarðskjálftanna og að við værum á hættustigi. Víðir var spurður út í rýmingar en hann sagði enga þörf á slíku en áætlanir væru til um rýmingar á bæði Reykjanesi svo og á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna fann ég verulegan skjálfta þegar keyrt var aftan á mig,“ segir Bryndís. Við hristumst flest vel í gær, ég byrjaði daginn í Harmageddon að ræða jafnréttismál þá fór móðir jörð að hrista sig og...Posted by Bryndís Haraldsdóttir on Fimmtudagur, 25. febrúar 2021 Enginn meiddist en báðir bílarnir voru ónýtir og sem slíkir kyrrstæðir á miðjum Vesturlandsvegi. „Það þurfti því að kalla til lögregluna til að stýra umferð og koma bílunum út í kant. Við þetta skapaðist að sjálfsögðu mikil umferðateppa og ég hugsaði, guð sé lof að við værum ekki að rýma höfuðborgarsvæðið,“ segir Bryndís sem telur þetta lýsandi þörfina fyrir Sundabraut. Hér má hlusta á viðtalið sem þeir Harmageddonmenn áttu við Bryndísi í gær.
Umferðaröryggi Jafnréttismál Alþingi Almannavarnir Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira