Lögregluaðgerð við MH vegna sprengjuhótunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 08:31 Heimildir fréttastofu herma að skólanum hafi borist sprengjuhótun. Vísir/Vilhelm Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst fjölmiðlum klukkan 08:52 í morgun. Í tilkynningunni segir að um leið og lögreglu var tilkynnt um málið hafi verið brugðist við og gripið til viðeigandi ráðstafana sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum er nú lokið á vettvangi. Skólastjórnendur hafa verið upplýstir um það og taka ákvörðun um skólahald í dag að sögn lögreglu. Ekkert verður kennt í MH fyrir hádegi í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu var sprengjuleitarsveit Landhelgisgæslunnar meðal annars kölluð út. Í tölvupósti sem Steinn Jóhannsson rektor MH sendi nemendum og forráðamönnum í morgun sagði að kennsla myndi falla niður fram að hádegi í dag af óviðráðanlegum orsökum. Fjöldi lögreglubíla var við skólann í morgun og meinuðu lögreglumenn öllum aðgang að öllum aðkeyrslum að skólalóðinni. Þegar ljósmyndari Vísi kom á vettvang upp úr klukkan hálfníu voru allir lögreglubílar á bak og burt sem og sprengjuleitarbíll Gæslunnar. Aðgerðum var því þá að mestu leyti lokið á vettvangi. Tilkynning lögreglu: Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og því fellur skólahald þar niður framan af degi. Um leið og lögreglu var tilkynnt um málið brást hún þegar við og gripið var til viðeigandi ráðstafana, sem miðuðu að því að leita af sér allan grun. Aðgerðum á vettvangi er lokið og hafa skólastjórnendur verið upplýstir um það, en þeir taka ákvörðun um skólahald í dag. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni, en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Fréttin var uppfærð kl. 09:02.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira