Maðurinn sem beitti Júggabragðinu á Guðmund Guðmundsson í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Úrklippa af umfjöllun Þjóðviljans um landsleik Íslands og Júgóslavíu fyrir 34 árum síðan. Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic lést í gær en hann er frægur hér á landi fyrir ljósmynd sem náðist af honum á þessum tíma fyrir meira en þremur áratugum síðan. Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn
Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01