Maðurinn sem beitti Júggabragðinu á Guðmund Guðmundsson í Höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 11:00 Úrklippa af umfjöllun Þjóðviljans um landsleik Íslands og Júgóslavíu fyrir 34 árum síðan. Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic lést í gær en hann er frægur hér á landi fyrir ljósmynd sem náðist af honum á þessum tíma fyrir meira en þremur áratugum síðan. Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Íslenskur ljósmyndari náði frægri mynd af Zlatko Saracevic í landsleik í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan. Eftir það gátu leikmenn Júgóslava ekki svarið af sér Júggabragðið lengur. Króatíska handboltagoðsögnin féll óvænt frá í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á heimleið eftir leik hjá sínu liði. Hann hefur stýrt sigursælasta kvennaliði Króatíu, Podravka, síðustu ár. Hann kom oft til Íslands til að spila, spilaði hér meðal annars fyrir tvö landslið og vann verðlaun á heimsmeistaramótinu á Íslandi 1995. Úrklippa af mynd Einars Ólafsonar af Zlatko Saracevic að beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, hornamann íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni 23. febrúar 1987. Myndin birtist daginn eftir í Þjóðviljanum.Skjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn Zlatko Saracevic var frábær hægri skytta og vann verðlaun á stórmótum með bæði júgóslavneska og króatíska landsliðinu. Gullverðlaunin komu með tíu ára millibili, því hann varð heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Sviss 1986 og Ólympíumeistari með Króatíu á Ól í Atlanta 1996. Hann vann einnig silfur á HM á Íslandi 1995, brons á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 og brons á EM í Portúgal 1994. Saracevic skoraði yfir tvö hundruð mörk fyrir bæði landslið Júgóslavíu frá 1981 til 1991 og fyrir landslið Króatíu frá 1992 til 2000. Stórhættulegt bragð í Laugardalshöll Saracevic er þó líklega frægastur hér á Íslandi fyrir eina mynd sem Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, náði af honum í landsleik á móti Íslandi í Laugardalshöllinni í febrúar 1987. Myndin birtist í Þjóðviljanum daginn eftir leikinn eins og sjá má á úrklippunni hér til hliðar. Ísland mætti Júgóslavíu í tveimur vináttulansleikjum í Laugardalshöllinni fyrir 34 árum síðan en Júgóslavar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar. Júgóslavar unnu fyrri leikinn 20-19 en íslensku strákarnir svöruðu með því að vinna seinni leikinn 24-20. Zlatko Saracevic skoraði fjögur mörk í fyrri leiknum en aðeins eitt í þeim síðar. Mynd Einars fór víða Myndin fræga sýndi Zlatko Saracevic beita júgóslavneska bragðinu á Guðmund Guðmundsson, núverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hún var tekin í fyrri leiknum og sannaði án nokkurs vafa tilurð þessa stórhættulega bragðs sem mótherjar júgóslavneska landsliðsins höfðu kvartað yfir svo lengi. Í frétt í Þjóðviljanum daginn eftir seinni leikinn kom fram að mynd Einars Ólasonar hefði farið víða en hún var sögð þar hafa birst í Noregi og Vestur-Þýskalandi sem og hún var send sem sönnunargagn til Alþjóða handknattleiksambandsins. Það má sjá þá frétt hér fyrir neðan. Fréttin í Þjóðviljanum um að myndin hafi vakið erlendisSkjámynd/timarit.is/Þjóðviljinn
Handbolti Króatía Tengdar fréttir Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Fékk hjartaáfall og lést á rauðu ljósi eftir sigur á erkifjendunum Króatíska handboltahetjan Zlatko Saracevic lést í nótt, rétt eftir að hafa rætt við fjölmiðla að loknum sigri síns liðs. 22. febrúar 2021 08:01
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni