Innlent

Lögreglan varar við umferðartöfum næstu daga

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Viðbúið er að framkvæmdirnar geti valdið einhverjum töfum á umferð á meðan þær standa.
Viðbúið er að framkvæmdirnar geti valdið einhverjum töfum á umferð á meðan þær standa.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við umferðartöfum sem kunna að verða næstu daga vegna framkvæmda á Hafnarfjarðarvegi. Vinna hefst í fyrramálið vegna framkvæmdanna á Hafnarfjarðarvegi á leið til norðurs á brúnni sem liggur yfir Nýbýlaveg í Kópavogi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Til stendur að fjarlægja gamalt brúarhandrið og setja nýtt í staðinn. Ein akrein verður lokuð á meðan framkvæmdir standa yfir sem getur valdið tilheyrandi töfum á umferð um þessa miklu umferðargötu.

Vinna mun hefjast klukkan níu að morgni daglega á meðan á verkinu stendur. Þá verður hámarkshraði lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund á framkvæmdasvæðinu. Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir að sýna aðgát og aka varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×