Einkarekin heilsugæsla Guðbrandur Einarsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Reykjanesbær Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar