Af hverju treystir heilbrigðisráðherra ekki sérfræðingum? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:31 Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Viðreisn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun