Umfangsmikil lögregluaðgerð við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 17:53 Getty Lögregluaðgerð stendur yfir við bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn þar sem eitthvað grunsamlegt mun vera á seiði. Lögreglan hefur lokað af Dag Hammerskjöld-götu á Austurbrú þar sem sendiráðið er staðsett. Búnaður sprengisveitar lögreglunnar mun meðal annars hafa verið notaður við aðgerðirnar. Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð. Danmörk Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lögreglan greindi frá því á Twitter fyrr í kvöld að sendiráðið hafi verið rýmt. Götunni var lokað á meðan rannsókn stóð yfir á „grunsamlegum aðstæðum.“ Vegfarendur voru beðnir um að finna sér aðra leið en um Dags Hammerskjöld-götu til að komast leiðar sinnar en nú fyrir stundu greindi lögreglan frá því að aðgerðum væri að ljúka, hreinsunarstarf standi yfir og að búist sé við að gatan verði opnuð aftur fljótlega. Vi har været tilstede i.f.b.m en mistænkelig genstand ved den Amerikanske Ambassade. Intet om sagen, og vi er i gang med oprydning og forventer at kunne åbne op inden for ganske kort tid. #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 17, 2021 Ekstra Bladet greindi frá því að sprengjusveitin hafi verið á vettvangi og hafi meðal annars notast við vélmennið Rulle-Marie. Sjúkraflutningamenn, slökkvilið og hundar voru einnig á vettvangi. Lögregla hefur ekkert gefið upp um það hvers eðlis aðgerðirnar voru eða hvaða grunsemdir var verið að rannsaka en aðgerðin hófst um klukkan 16:30 að staðartíma. Rétt fyrir klukkan sex voru íbúar í nágrenninu og sem búa fyrir ofan sendiráðið beðnir um að halda sig fjarri gluggum en skipunin barst frá manni með gjallarhorn að því er segir í frétt Ekstra Bladed. Á sama tíma var borinn út úr húsinu hlutur sem helst líktist plastflösku. „Við fyrstu sýn lítur þetta út eins og plastflaska með límbandi á,“ sagði vitni á svæðinu við Ekstra Bladet. Til stóð að taka röntgen-myndir af hlutnum. Blaðamaður B.T. á vettvangi segir að liðsmaður sprengjusveitarinnar hafi haldið á flöskunni en sá hafi að því er virðist ekki verið sérstaklega vel varinn hvað varðar sprengjuhlífðarbúnað. Fréttin verður uppfærð.
Danmörk Bandaríkin Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira