Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Hilda Jana Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 15:01 Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Akureyri Hilda Jana Gísladóttir Háskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Þorsteinn Gunnarsson, þáverandi rektor Háskólans á Akureyri hafði mjög skýra sýn á þeim tíma þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið árið 1999 „Við stefnum að því að Akureyri verði alþjóðleg miðstöð í málefnum norðurslóða og höfum orðið vör við mikinn áhuga erlendra samstarfsaðila okkar á að tengjast betur íslenskum fræðimönnum og stofnunum. Það er góður grundvöllur fyrir Íslendinga að taka forystu í ýmsum málum er tengjast norðurslóðum, sem er hraðvaxandi málaflokkur.“ Í dag eru fjölmargar stofnanir og skrifstofur á sviði norðurslóðamála staðsettar á Akureyri á Borgum, sem er með sanni Norðurslóðamiðstöð Íslands. Má þar nefna, auk Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólans á Akureyri, Norðurslóðanet Íslands, Rannsóknaþing Norðursins, vinnuhópa Norðurskautsráðsins, CAFF og PAME, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin og Heimskautaréttarstofnun svo dæmi séu tekin. Þá hefur Akureyrarbær tekið virkan þátt í samstarfi eins og Northern Forum og nú nýlega Arctic Mayors Forum. Allir þessi aðilar hafa til langs tíma unnið að málefnum norðurslóða með einum eða öðrum hætti og á þessum árum hefur orðið mikil breyting á því hvernig við hugsum og ræðum um svæðið. Innan þessarar Norðurslóðamiðstöðvar á Íslandi fara fram metnaðarfullar rannsóknir, auk þess sem í Háskólanum á Akureyri er í boði einstakt nám í heimskautarétti. Það er engin tilviljun að nágrannalönd okkar í norðri hafa byggt upp sérstakar þekkingarmiðstöðvar í norðurhéruðum sínum, langt frá höfuðborgunum, svo sem Arctic Centre í Rovaniemi, Fram Center í Tromsö og University of Alaska, Fairbanks. Það er ekki einvörðungu táknrænn gjörningur heldur markviss stefna sem er tvíþætt: Í fyrsta lagi, slík miðstöð er valdeflandi fyrir viðkomandi nærsamfélag og getur verið vaxtarbroddur fyrir rannsóknir og menntun. Í öðru lagi, þá er verið að tryggja að málefni norðurslóða eigi sér samastað hjá þekkingarsamfélagi sem hefur skilning á daglegu lífi og aðbúnaði þeirra sem búa á norðurslóðum, víða í fámennum og dreifðum byggðum. Þessi stefna hefur haft jákvæð áhrif fyrir viðkomandi héruð en hún hefur líka haft jákvæð áhrif á samstarf norðurskautsríkjanna átta, til að mynda á vettvangi Norðurskautsráðsins. Þessi stefna leiðir til þekkingar sem er mótuð af aðlögunarhæfni og þrautseigju íbúanna sjálfra – og þótt hér á landi megi stíga mun ákveðnari skref í átt að því að byggja upp með markvissum hætti þekkingarmiðstöð norðurslóðamála á Akureyri, þá höfum við hingað til fylgt þessari sömu stefnu í yfir tuttugu ár. Sóknaráætlun Norðurlands eystra er stefna íbúa svæðisins sem lýsir því með hvaða hætti við viljum blása til sóknar, en í áætluninni segir meðal annars að hvetja eigi til nýsköpunar í norðurslóðamálum og að Akureyri verði miðstöð fyrir norðurslóðastarfsem í landinu. Stjórn SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, ákvað á dögunum að setja sinn stærsta styrk, 14 milljónir króna, í áhersluverkefni með fyrir sjónum að efla miðstöð Norðurslóða á Íslandi á Akureyri. Við bindum miklar vonir við að að það fjármagn nýtist vel, sem og að ríkisstjórnin komi að eflingu miðstöðvarinnar með öflugum hætti til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar SSNE, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, formaður stjórnar Akureyrarstofu og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun