Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 11:38 Frá því þegar umræður um frumvarpið fóru fram í þinginu í síðustu viku. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Frakkland Trúmál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum.
Frakkland Trúmál Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent