Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2021 08:15 Jacinda Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. Getty/Hagen Hopkins Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti. Áströlsk stjórnvöld hafa varið ákvörðunina, en konan var áður með tvöfaldan ríkisborgararétt, ástralskan og nýsjálenskan. Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. „Það er rangt að Nýja-Sjáland eigi að bera ábyrgð á stöðu sem felur í sér konu sem hafi ekki búið í Nýja-Sjálandi síðan hún var sex ára og hefur frá þeim tíma búið í Ástralíu, á þar fjölskyldu og fór frá Ástralíu til Sýrlands á áströlsku vegabréfi sínu,“ sagði Ardern í yfirlýsingu ig bætti við að allar sanngjarnar manneskjur myndu telja þessa manneskju vera ástralska. Það geri Ardern einnig. Vinni betur saman Ardern hefur komið afstöðu nýsjálenskra stjórnvalda á framfæri við Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og ítrekað að ríkin tvö eigi að vinna nánar saman að málum sem fela í sér tvöfaldan ríkisborgararétt. Morrisson segir að konan hafi sjálfkrafa misst ríkisborgararétt sinn vegna tengsla sinna við hryðjuverkasamtökin og að það væri hans skylda að tryggja þjóðaröryggi í Ástralíu. Þúsundir í fangelsum og flóttamannabúðum Tyrknesk yfirvöld greindu frá því á mánudaginn að þrír Nýsjálendingar hafi komið ólöglega til Tyrklands frá Sýrlands, þar sem einn hafi haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þúsundir fyrrverandi grunaðra hryðjuverkamanna með tengsl við ISIS dvelja nú í fangelsum og flóttamannabúðum í Sýrlandi og Írak. Ástralía Nýja-Sjáland Tyrkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Áströlsk stjórnvöld hafa varið ákvörðunina, en konan var áður með tvöfaldan ríkisborgararétt, ástralskan og nýsjálenskan. Ardern segir að réttast væri að konan yrði send til Ástralíu í stað Nýja-Sjálands. „Það er rangt að Nýja-Sjáland eigi að bera ábyrgð á stöðu sem felur í sér konu sem hafi ekki búið í Nýja-Sjálandi síðan hún var sex ára og hefur frá þeim tíma búið í Ástralíu, á þar fjölskyldu og fór frá Ástralíu til Sýrlands á áströlsku vegabréfi sínu,“ sagði Ardern í yfirlýsingu ig bætti við að allar sanngjarnar manneskjur myndu telja þessa manneskju vera ástralska. Það geri Ardern einnig. Vinni betur saman Ardern hefur komið afstöðu nýsjálenskra stjórnvalda á framfæri við Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og ítrekað að ríkin tvö eigi að vinna nánar saman að málum sem fela í sér tvöfaldan ríkisborgararétt. Morrisson segir að konan hafi sjálfkrafa misst ríkisborgararétt sinn vegna tengsla sinna við hryðjuverkasamtökin og að það væri hans skylda að tryggja þjóðaröryggi í Ástralíu. Þúsundir í fangelsum og flóttamannabúðum Tyrknesk yfirvöld greindu frá því á mánudaginn að þrír Nýsjálendingar hafi komið ólöglega til Tyrklands frá Sýrlands, þar sem einn hafi haft tengsl við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þúsundir fyrrverandi grunaðra hryðjuverkamanna með tengsl við ISIS dvelja nú í fangelsum og flóttamannabúðum í Sýrlandi og Írak.
Ástralía Nýja-Sjáland Tyrkland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira