Byrjaði að brugga sextán ára í bruggverksmiðju foreldranna Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2021 23:12 Mæðginin Agnes Anna Sigurðardóttir og Sigurður Bragi Ólafsson í Bruggsmiðjunni Kalda. Arnar Halldórsson Bruggverksmiðja er orðin stærsta fyrirtækið í rótgrónu sjávarplássi við Eyjafjörð. Upphafið má rekja til þess að sjómannshjón á Árskógssandi urðu að finna sér ný verkefni þegar eiginmaðurinn neyddist til að hætta sjómennsku. Höfnin á Árskógssandi er tenging Hríseyjarferjunnar við fastalandið. Atvinnulífið í þorpinu snerist þó um sjávarútveg, líka hjá þeim Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafsssyni, sem var skipstjóri. Frá höfninni á Árskógssandi. Hríseyjarferjan Sævar að leggjast að bryggju. Bjórböðin eru í dökku húsunum á barðinu efst til vinstri.Arnar Halldórsson „Ef þú varst ekki á sjó, þá gastu eiginlega bara flutt í burtu. En hann meiðir sig illa á fæti 2003 og gat ekki stundað sjómennskuna,“ segir Agnes í þættinum Um land allt, en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að við vorum í tvö ár að hugsa hvað við gætum gert. Ég vildi ekki flytja, vildi bara vera hér, þannig að við urðum að finna okkur eitthvað nýtt.“ Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda.Arnar Halldórsson Þau stofnuðu fyrsta handverksbrugghúsið á Íslandi, Bruggsmiðjuna Kalda, árið 2006. Fyrir fjórum árum bættu þau við bjórböðum og veitingastað. Starfsmenn í vetur eru um tuttugu talsins en fjölgar upp í þrjátíu yfir sumartímann. Saman eru Bruggsmiðjan og Bjórböðin núna orðin stærsta fyrirtækið á Árskógsströnd. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Agnes. Frá bjórböðunum á Árskógssandi. Bjórinn er þó ekki í útipottunum heldur í baðlaugum innanhúss.Arnar Halldórsson Þau hjónin eiga fimm börn og hafa flest starfað við fyrirtækið, þeirra á meðal sonurinn Sigurður Bragi, sem er bruggmeistari. „Þegar við erum að opna þá er ég fimmtán og byrjaði að brugga þegar ég var sextán ára,“ segir Sigurður. -Er þetta gott uppeldi; að láta börnin fara að brugga sextán ára gömul? „Ja, hann er allavega mjög góður bruggari. Þannig að: Já, ég held að það gefi bara góða raun,“ svarar mamman. Fjallað er um mannlífið á Árskógsströnd í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Nýsköpun Tengdar fréttir Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. 14. febrúar 2021 07:30 Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Höfnin á Árskógssandi er tenging Hríseyjarferjunnar við fastalandið. Atvinnulífið í þorpinu snerist þó um sjávarútveg, líka hjá þeim Agnesi Önnu Sigurðardóttur og Ólafi Þresti Ólafsssyni, sem var skipstjóri. Frá höfninni á Árskógssandi. Hríseyjarferjan Sævar að leggjast að bryggju. Bjórböðin eru í dökku húsunum á barðinu efst til vinstri.Arnar Halldórsson „Ef þú varst ekki á sjó, þá gastu eiginlega bara flutt í burtu. En hann meiðir sig illa á fæti 2003 og gat ekki stundað sjómennskuna,“ segir Agnes í þættinum Um land allt, en brot úr honum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. „Þannig að við vorum í tvö ár að hugsa hvað við gætum gert. Ég vildi ekki flytja, vildi bara vera hér, þannig að við urðum að finna okkur eitthvað nýtt.“ Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda.Arnar Halldórsson Þau stofnuðu fyrsta handverksbrugghúsið á Íslandi, Bruggsmiðjuna Kalda, árið 2006. Fyrir fjórum árum bættu þau við bjórböðum og veitingastað. Starfsmenn í vetur eru um tuttugu talsins en fjölgar upp í þrjátíu yfir sumartímann. Saman eru Bruggsmiðjan og Bjórböðin núna orðin stærsta fyrirtækið á Árskógsströnd. „Þetta er búið að vera mikið ævintýri,“ segir Agnes. Frá bjórböðunum á Árskógssandi. Bjórinn er þó ekki í útipottunum heldur í baðlaugum innanhúss.Arnar Halldórsson Þau hjónin eiga fimm börn og hafa flest starfað við fyrirtækið, þeirra á meðal sonurinn Sigurður Bragi, sem er bruggmeistari. „Þegar við erum að opna þá er ég fimmtán og byrjaði að brugga þegar ég var sextán ára,“ segir Sigurður. -Er þetta gott uppeldi; að láta börnin fara að brugga sextán ára gömul? „Ja, hann er allavega mjög góður bruggari. Þannig að: Já, ég held að það gefi bara góða raun,“ svarar mamman. Fjallað er um mannlífið á Árskógsströnd í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Um land allt Dalvíkurbyggð Áfengi og tóbak Nýsköpun Tengdar fréttir Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. 14. febrúar 2021 07:30 Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22 Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar. 14. febrúar 2021 07:30
Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu konungsins sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. 3. september 2020 22:22
Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. 2. ágúst 2020 22:38