„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:00 Bareigendur í miðbænum glaðir og bjartsýnir fyrir framhaldinu. Vísir/Samsett „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega. Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega.
Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”