Viðar Örn: Bið Þórólf um að létta aðeins brúnina Gunnar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 22:15 Viðar Örn Hafsteinsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, vonar að áhorfendum verði senn hleypt inn á íþróttaleiki þannig að Egilsstaðabúar geti notið þess sem hann hefur lýst sem besta körfuboltaliði sem bærinn hefur átt. Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira
Liðið vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar það lagði Hauka 90-84 á heimavelli í kvöld. „Við vorum í basli í byrjun en höfum núna unnið þrjá af síðustu fjórum og áttum fína frammistöðu gegn Þór Þorlákshöfn þar sem betra körfuboltaliðið þann daginn vann. Við erum að verða betri og við viljum skapa körfuboltamenningu á Egilsstöðum. Vonandi förum við að fá áhorfendur og ég bið Þórólf (Guðnason, sóttvarnalækni) að létta aðeins brúnina og hleypa fólki inn. Þá munum við fá stemmingu í salinn því það er gleði í þorpinu.“ Haukarnir fengu of mörg opin skot Fyrri hálfleikurinn var sveiflukenndur. Gestirnir byrjuðu betur, hittu vel í fyrsta leikhluta og voru að honum loknum með átta stiga forskot. Höttur vann hins vegar annan leikhlutann með 14 stiga mun. Eftir það leiddi liðið yfirleitt með 4-5 stiga mun en Haukum tókst tvisvar að jafna og einu sinni að komast yfir í seinni hálfleik. „Við komum alltof slakir út í leikinn þannig að Haukarnir fengu alltof mikið af opnum skotum sem þeir svínhittu úr. Þeir eru með góða skotmenn sem nýta það að fá frið og tíma. Síðan hertum við tökin í vörninni. Við gáfum þeim líka of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir tóku 13 alls, þar af tíu í fyrri hálfleik. Þetta var einfalt, þeir tóku frákastið, gáfu boltann út og settu niður þrista. Við löguðum þetta en þurfum að gera betur. Í seinni hálfeik var þetta stál í stál. Þeir hittu úr stórum skotum á stundum þar sem mér fannst við vera að auka bilið. Haukarnir eru með góða einstaklinga þannig ég er ánægður með að hafa klárað þetta.“ Haukarnir komust yfir í 82-83 þegar 2:42 mínútur voru eftir. Hattarmenn jöfnuðu strax í næstu sókn og komust yfir áður en þeir gerðu út um leikinn á lokamínútunni. David Guardia setti síðan niður þriggja stiga skot þegar 30 sekúndur voru eftir og þar með var sigurinn nánast tryggður. „Maður vill trúa að við séum að þroskast og verða snjallari í að klára svona leiki. David setti niður risaskot hér í lokin.“ Tækifæri til að jafna sig Höttur samdi í gær við hollenska bakvörðinn Bryan Alberts sem er væntanlegur til landsins eftir helgina og ætti að verða klár þegar Höttur mætir Keflavík að loknu landsleikjahléi þann 28. febrúar. „Hann er stór bakvörður sem á að vera góður skotmaður. Hann eykur breiddina hjá okkur. Við hlökkum til að fá hann hingað fyrir seinni hluta mótsins þar sem við ætlum okkur að halda áfram að klífa töfluna.“ En meðan landsleikjahléinu stendur verða Hattarmenn allir heima á Egilsstöðum að æfa. „Þeir sem hafa verið meiddir og ekki æft lengi komast vonandi í takt, þeir sem eru lemstraðir, jafnvel á öðrum fætinum, ná vonandi að jafna sig. Sem lið höldum við áfram að berja okkur saman og verða betri í því sem upp á vantar. Við fáum líka nýjan mann sem við þurfum að slípa inn í okkar leik. Það þýðir ekki að detta í snakkið og ölið, þótt það megi fá sér nóg af því í kvöld!“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Sjá meira
Leik lokið: Höttur - Haukar 90-84 | Þriðji sigur Hattar í röð skilur Hauka eftir eina á botninum Höttur vann góðan sex stiga sigur á Haukum, 90-84, í Dominos-deild karla í kvöld. Sigurinn lyfti Hetti upp úr fallsæti deildarinnar. 11. febrúar 2021 20:55