Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Þessa mynd tók Elia Saikaly af John Snorra við rætur K2 áður en haldið var af stað á tindinn. Saikaly segir John Snorra hafa verið afar hrifinn af myndinni og séð hana fyrir sér hanga á vegg á Keflavíkurflugvelli. Elia Saikaly Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“ John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, síðan á föstudag. Veður hefur hamlað leit á K2 síðustu daga en stefnt var að því að halda leit áfram í dag. Saikaly fylgdi John Snorra og Ali Sadpara á K2 nú í janúar. Hann rifjar upp að sjálfur hafi hann varla verið lentur á fjallinu þegar John Snorri dreif sig til leitar að göngumanni sem saknað var á nærliggjandi fjalli. Maðurinn hét Alex Goldfarb en hann fannst látinn 18. janúar síðastliðinn. John Snorri sagði Vísi frá leitinni að Goldfarb í viðtali daginn áður. „Það var lýsandi fyrir manninn sem hann [John] hafði að geyma. Hugrakkur, djarfur og samúðarfullur,“ skrifar Saikaly í færslu sinni í dag. Þá lýsir hann ást Johns Snorra á Pakistan og væntumþykju hans í garð Sadpara-feðganna, Ali og Sajid. John Snorri hafi jafnframt verið yfir sig ánægður með myndina sem fylgir fréttinni, sem Saikaly tók af honum við rætur K2. „Hann var svo spenntur yfir þessari mynd og sagði ítrekað: Þegar ég kemst á tind K2 sé ég þessa mynd fyrir mér á veggspjaldi á flugvellinum á Íslandi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Elskaði Línu og börnin framar öllu Þá segir Saikaly frá því að þeir John Snorri hafi varið miklum tíma saman síðustu vikur; hlegið saman, skipulagt heimildarmyndina og átt í djúpum samræðum um lífið og tilveruna. „En það sem heillaði mig mest í fari Johns var hjartalag hans. Samkenndin sem bjó í honum, hversu annt honum var um aðra og aðallega ástin sem hann bar í brjósti til Línu, eiginkonu sinnar, og sex barna sinna.“ Saikaly lýsir því að hann hafi tekið upp tilfinningaþrungið atriði fyrir myndina þar sem John hafi rætt um fjölskyldu sína af mikilli væntumþykju. „Stuðningurinn frá stórkostlegu fjölskyldunni hans, sem hann hafði í svo miklum heiðri, hafði mikil áhrif á mig,“ segir Saikaly. „Hann var gimsteinn í mannsmynd og einn góðhjartaðasti og ótrúlegasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Tími okkar saman var stuttur en hann risti djúpt. Það var heiður að fá inngang í innsta hring og finna fyrir töfrunum sem John skapaði fyrir Ísland og Pakistan. Mig dreymir enn um að hann komist lífs af. Ef það er á færi einhvers þá er það Johns Snorra.“
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20 Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10 „Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Banna ferðir á K2 út veturinn Stjórnvöld í Pakistan hafa bannað allar frekari ferðir á fjallið K2 út veturinn. Þriggja fjallgöngumanna, Johns Snorra Sigurjónssonar og félaga hans, er saknað á fjallinu og gripið er til bannsins vegna þess. Það tekur þegar gildi. 10. febrúar 2021 16:20
Rifja upp dýrmætar samverustundir síðustu vikna á K2 Leit verður haldið áfram að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 í dag ef veður á svæðinu leyfir. Ekki hefur verið unnt að leita síðan á mánudag vegna veðurs og veðurspá er áfram slæm út vikuna. Félagar þremenninganna hafa rifjað upp dýrmætar minningar af vinum sínum á samfélagsmiðlum síðustu daga. 10. febrúar 2021 11:10
„Ég er ekki búin að gefast upp og veit að það er enn svigrúm fyrir kraftaverk“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona fjallamannsins Johns Snorra Sigurjónssonar, hefur ekki gefist upp og heldur enn í vonina um að hann eigi eftir að snúa aftur heim. 9. febrúar 2021 23:51