Lífið

„Ég er ekki köttur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tæknin vefst oft fyrir fólki.
Tæknin vefst oft fyrir fólki.

Nokkuð spaugilegt myndband hefur vakið heimsathygli síðustu klukkustundir en í myndbandinu má sjá hvernig tæknin getur leikið notendurna grátt.

Um er að ræða myndband af fundi lögmanna í Bandaríkjunum þar sem einn þeirra er með svokallaðan filter fastan við andlit hans og kemur út eins og einn gestur fundarins sé köttur.

Lögmaðurinn reynir að fullvissa aðra fundagesti að hann sé í raun og veru ekki köttur og heyrist í honum segja: „Heyrir þú í mér. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fjarlægja þetta en aðstoðarkonan mín er að reyna. Ég er hér með ykkur í beinni útsendingu og ég er ekki köttur.“

Á fundinum ræða þeir Rod Ponton og Jerry L. Phillips við dómarann Roy Ferguson.

Þótti lögmanninum ástæða til að nefna sérstaklega við dómarann að hann væri ekki köttur.

Hér að neðan má sjá atvikið sprenghlægilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×