Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:04 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Johns Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr hefur nú verið saknað í um þrjá sólarhringa á K2. Leit undir stjórn pakistanska hersins hefur ekki borið árangur en tvær herþyrlur þurftu frá að hverfa í morgun vegna erfiðra veðurskilyrða og lélegs skyggnis. Fjölskylda Johns Snorra segir í tilkynningu að þegar myrkur skelli á í fjallinu, um klukkan 14 að íslenskum tíma, sé vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil. Aðstæður á fjallinu séu virkilega erfiðar og kuldinn mikill. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ er haft eftir Línu Móey, eiginkonu John Snorra, í tilkynningu. Sajid Sadpara, sonur Ali, ætlaði upp á topp ásamt hópnum en sneri við aðfaranótt föstudags þegar hann lenti í vandræðum með súrefniskút. Hann sá þremenningana síðast við flöskuháls í um 8.200 metra hæð, eða um fjögur hundruð metra frá toppnum. Þakklát fyrir allan stuðninginn Fjölskylda Johns Snorra hefur dvalið saman á heimili hans undanfarna daga til að fylgjast með aðgerðum og veita hvert öðru stuðning. Fjölskyldan þakkar jafnframt öllum sem hafa stutt þau á þessum erfiðu tímum; íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands. „Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ er haft eftir Línu Móey. Þá segir hún þetta erfiðan tíma fyrir fjölskylduna og óskar eftir andrými til að takast á við hann. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því á samfélagsmiðlum í morgun að leitarteymið bíði eftir veðurglugga og þá verði haldið til leitar að nýju. Tilkynning fjölskyldu John Snorra í heild: Leit að John Snorra, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2, undir stjórn pakistanska hersins, hefur staðið yfir í þrjá daga án árangurs. Ljóst er að þegar myrkur skellur á í fjallinu, um 14:00 að íslenskum tíma, er vonin um að þeir finnist á lífi mjög lítil því aðstæður á fjallinu eru virkilega erfiðar og kuldinn mikill. Sjaid Ali Sadpara, sonur Muhammad, sem var einnig hluti af hópnum sem ætlaði á tindinn, er nú kominn til byggða en hann sneri til baka á föstudaginn vegna bilunar í súrefniskút. „Við vitum að núna þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi. Hugur okkar er hjá John Snorra, Ali og J Pablo. Sajid er kominn til byggða og við erum þakklát fyrir að hann er öruggur,“ segir Lína Móey, eiginkona John Snorra. Fjölskylda John Snorra hefur verið samankomin á heimili hans til að fylgjast með aðgerðum og til að styðja hvert annað við þessar erfiðu aðstæður. Hún hefur fengið mikinn stuðning frá íslenskum stjórnvöldum sem hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að leitin sé eins umfangsmikil og hún hefur verið síðustu sólarhringa og komið á góðum samskiptum við stjórnvöld í Pakistan. Fjölskyldan er jafnframt þakklát fyrir mikinn stuðning og hlýhug frá fjölmörgum aðilum. „Við þökkum öllum þeim sem hafa stutt við okkur, sent okkur hlýjar kveðjur og hvatningarorð. Við erum þakklát íslenskum stjórnvöldum, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og Geimvísindastofnun Íslands fyrir ómetanlegan stuðning og fagmennsku meðan á leitinni hefur staðið. Og einnig þökkum við pakistönskum stjórnvöldum og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni á fjallinu og hafa gert allt sem hægt er til að finna John Snorra, Ali og Juan Pablo,“ segir Lína Móey. „Þetta er erfiður tími okkur fjölskylduna og við óskum eftir því að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leit heldur áfram á K2 í dag Leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á K2 verður fram haldið í dag, þriðja daginn í röð. Umfangsmikil leit sem fram fór á laugardag og sunnudag bar ekki árangur. 8. febrúar 2021 06:46
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55