„Vonin hefur dvínað“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2021 22:04 Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai. Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai.
Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13