Leit heldur áfram í birtingu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 23:18 Ali Sadpara og Johns Snorra Sigurjónssonar er enn saknað. Facebook Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag. „Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2. Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
„Eftir að það skall á myrkur þarna þá var leit hætt á meðan en mér skilst að það eigi að hefja leit aftur í birtingu,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, í samtali við fréttastofu nú í kvöld. Málið sé tekið alvarlega en starfsfólk borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins er í sambandi við fjölskyldu Johns Snorra. „Það er samtal á milli yfirvalda í löndunum tveimur,“ segir Sveinn en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við kollega sinn í Pakistan um leitina að John og samferðamönnum hans síðdegis í dag. Þá hafa íslensk stjórnvöld einnig verið í sambandi við hermálayfirvöld í Pakistan sem stýra leitinni. Klukkan er nú að ganga fimm að morgni að staðartíma í Pakistan og má því ætla að leit hefjist að nýju fljótlega. Yfirvöld í Pakistan hafa heitið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur í þágu leitarinnar en forseti landsins, Arif Alvi, vakti til að mynd athygli á málinu á Twitter í kvöld þar sem hann óskaði þess að Ali Sadpara og samferðamenn hans væru heilir á húfi, en Ali er einmitt einn þeirra sem var á ferð með John Snorra. Sonur Ali, Sajid Sadpara, snéri við á lokasprettinum og var kominn aftur niður í grunnbúðir fyrr í dag. https://t.co/1dsXM3T6HH— Dr. Arif Alvi (@ArifAlvi) February 6, 2021 Leit við fjallið á þyrlum bar ekki árangur í dag en kvikmyndagerðarmaðurinn Kári G. Schram, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að hann vonaði að til þess kæmi að stærri flugvélum yrði flogið yfir í von um að hægt yrði að finna einhver ummerki um göngumennina. „Ef þeir eru uppi í grunnbúðum fjögur þá ná þeir ekkert þangað [á þyrlum]. Það er þá ekki nema með stærri flugvélum sem geta flogið þar yfir. Ég var eiginlega að vona að það myndi takast, að það færi einhver flutningsvél sem gæti flogið þetta hátt,“ sagði Kári. Markmiðið með leiðangrinum var að reyna að verða meðal þeirra fyrstu til að toppa fjallið að vetri til en John Snorri varð sumarið 2017 fyrsti Íslendingurinn til að komast upp á topp K2.
Fjallamennska Utanríkismál Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira