Enn ekkert heyrst frá John Snorra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 23:41 Félagarnir hafa verið lengi í aðlögun í fjöllunum og fremstir í sínu fagi. Draumurinn er að komast á toppinn að vetrarlagi. Þeir gætu verið búnir að toppa K2 en ekki með fjarskiptabúnað til að greina frá stöðu mála. @john.snorri Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma. Fjallaáhugamenn um heim allan, fjölskylda og vinir bíða áhyggjufull og spennt yfir næstu tíðindum af fjallagarpinum. John Snorri lagði af stað úr þriðju búðum eftir að hafa hvílst þar án þess þó að festa svefn þar sem sex göngugarpar þurftu að troða sér saman í tjald með tilheyrandi óþægindum. John Snorri, feðgarnir Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile héldu af stað staðráðnir í að nýta veðurglugga til að ná þeim sögulega áfanga að toppa K2 að vetrarlagi. 8611 metra sem gerir K2 að næsthæsta fjalli heims. Reiknaði með fimmtán til sextán tíma göngu á toppinn Á Instagram-síðu John Snorra hefur verið hægt að fylgjast með ferðalagi íslenska fjallagarpsins undanfarnar vikur. Þar flytur teymi John Snorra fréttir af honum og kemur skýrt fram að þeir séu í stöðugu sambandi við Hari nokkurn, sem stýrir málum í grunnbúðum K2, og ætli ekki að hlusta á önnur tíðindi. Er væntanlega vísað til fjölda bloggsíða gönguáhugamanna sem velta fyrir sér stöðu mála og afdrifum í háfjöllunum í Pakistan. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. Fram kom á Instagram-síðu John Snorra um klukkan átta í morgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. John Snorri hafði talið að það tæki þá kannski fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Gangan upp tekur mun lengri tíma en gangan niður. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) Einn fjórmenninganna, Sajid Sapara, sneri við á svokölluðum „Bottleneck“ á lokaspretti göngunnar þar sem súrefniskútur hans var hættur að virka. Sajid var kominn aftur í þriðju búðir í hádeginu í dag. Þar er hann einn enda aðrir komnir neðar í fjallinu, jafnvel niður í grunnbúðir. Hlusta ekki á vangaveltur annarra „Ég er í sambandi við Hari, sem ræður för í grunnbúðum K2, og er í talstöðvarsambandi við liðið. Við höfum ákveðið að trufla liðið ekki og bíðum þess að það setji sig í samband við Hari. Við hlustum ekki á aðrar fregnir, við erum þeir einu með beint samband við liðið. Við höfum tröllatrú á að liðið toppi fjallið fljótlega,“ sagði á Instagram-síðu John Snorra í hádeginu eftir að náðst hafði samband við Sajid. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) Haft var eftir Sajid að hinir þrír hefðu verið í góðu ástandi og gangan gengi vel. Þremenningarnir ætluðu sér á toppinn. Muhammad Ali Sadpara, annar Sadpara bróðir, greindi frá því á Twitter síðdegis í dag að hann hefði náð sambandi við Sajid í þriðju búðunum. Sajid hafði farið úr tjaldinu og athugað hvort eitthvað sæist til þeirra. Hann sá engin ljós eða hreyfingu. Hann er nestaður, með tjald og svefnpoka. I just got in contact with Sajid at C3. He went out to check if there is any trace of them. He hasn't saw any lights or any movement. He has food,sleeping bag and he is holding tight. We'll publish the news as soon as he informs us.#k2winterexpedition2021@john_snorri— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 5, 2021 Þegar þetta er skrifað er klukkan farin að ganga fimm um nótt í Pakistan en fimm tíma mismunur er á Íslandi og Pakistan. Óvíst er hvar þremenningarnir eru staddir en greinilegt að fjallaáhugafólk um allan heim fylgist með leiðangri ofurmennanna sem ætluðu að hafast við í fjórðu búðum eftir að hafa toppað fjallið. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Ágætt er að hafa í huga að þremenningarnir eru engir venjulegir göngumenn. Þeir eru fremstir í sínu fagi. At this moment we haven't heard from the team since Sajid descended from bottleneck where the team was located 10.00 PKT...Posted by John Snorri on Friday, February 5, 2021 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona John Snorra, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hún sagðist í hádeginu í dag vera áhyggjufull eins og fleiri. Af því tilefni deildi hún, á Facebook-síðu Johns Snorra, hugleiðingum göngufélaga John Snorra frá Ástralíu, Cian O'Brolchain. Hún segir O'Brolchain hafa minnt sig á samtal sem þau áttu þegar John Snorri fór á topp K2 árið 2017. „Þegar ég er að ganga og þá sérstaklega á tinda yfir átta þúsund metra hæð þá vel ég að einbeita mér að því að vera ekki að pæla of mikið í talstöðvum, Garmin og svoleiðis. Það er auðvelt að fá frostbit eða gera mistök. Ég vil frekar bíða þangað til ég kemst í búðir eða vita að ég er öruggur áður en ég hef samband. Ég myndi ætla að John hefði samband um leið og hann vissi að hann væri öruggur,“ sagði O'Brolchain. John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi.Lífsspor K2 „K2 að vetrarlagi er allt annað dæmi. Rafhlaða í talstöðvum lifir ekki lengi í svo miklum kulda. Það er mikilvægt að hann einblíni á gönguna og að komast niður heill á húfi. Þú munt heyra frá honum fljótlega. Veðrið verður líka hlýrra svo hann getur náð upp hita og farið hraðar yfir. Hann hefur verið þarna áður svo hann þekkir svæðið vel og getur farið hratt niður af toppnum. Ekkert mál fyrir hann,“ sagði O'Brolchain í hádeginu í dag.“ UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 John Snorri hefur náð mögnuðum og eftirtektarverðum árangri undanfarinn áratug í fjallamennsku. Hann hefur raunar toppað K2 en nú stóð til að gera aðra tilraun að toppa K2 að vetrarlagi. Frá 2011 hefur John Snorri gengið á Mount Blanc, hæsta fjall Evrópu, og svo marga af hæstu tindum heims síðan þá. Ama Dablam árið 2015 og Mount Elbrus árið 2016, Lhotse ásamt K2 að sumarlagi og Broad Peak árið 2017. Svo kleif hann Matterhorn, Breithorn og Pollux árið 2018. Árið 2019 stóð hann á toppi Manaslu. Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma. Fjallaáhugamenn um heim allan, fjölskylda og vinir bíða áhyggjufull og spennt yfir næstu tíðindum af fjallagarpinum. John Snorri lagði af stað úr þriðju búðum eftir að hafa hvílst þar án þess þó að festa svefn þar sem sex göngugarpar þurftu að troða sér saman í tjald með tilheyrandi óþægindum. John Snorri, feðgarnir Ali Sadpara og Sajid Sadpara auk JP Mohr frá Chile héldu af stað staðráðnir í að nýta veðurglugga til að ná þeim sögulega áfanga að toppa K2 að vetrarlagi. 8611 metra sem gerir K2 að næsthæsta fjalli heims. Reiknaði með fimmtán til sextán tíma göngu á toppinn Á Instagram-síðu John Snorra hefur verið hægt að fylgjast með ferðalagi íslenska fjallagarpsins undanfarnar vikur. Þar flytur teymi John Snorra fréttir af honum og kemur skýrt fram að þeir séu í stöðugu sambandi við Hari nokkurn, sem stýrir málum í grunnbúðum K2, og ætli ekki að hlusta á önnur tíðindi. Er væntanlega vísað til fjölda bloggsíða gönguáhugamanna sem velta fyrir sér stöðu mála og afdrifum í háfjöllunum í Pakistan. Hægt hefur verið að fylgjast með John Snorra á göngu í gegnum Garmin-búnað og þannig staðsetja hann í fjallinu. Rafhlaðan kláraðist í kuldanum í hlíðum K2 og því ekki verið hægt að fylgjast með þar síðan. Fram kom á Instagram-síðu John Snorra um klukkan átta í morgun að fjórmenningarnir hefðu verið á göngu í tólf og hálfan tíma. John Snorri hafði talið að það tæki þá kannski fimmtán til sextán klukkustundir að komast á toppinn. Gangan upp tekur mun lengri tíma en gangan niður. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) Einn fjórmenninganna, Sajid Sapara, sneri við á svokölluðum „Bottleneck“ á lokaspretti göngunnar þar sem súrefniskútur hans var hættur að virka. Sajid var kominn aftur í þriðju búðir í hádeginu í dag. Þar er hann einn enda aðrir komnir neðar í fjallinu, jafnvel niður í grunnbúðir. Hlusta ekki á vangaveltur annarra „Ég er í sambandi við Hari, sem ræður för í grunnbúðum K2, og er í talstöðvarsambandi við liðið. Við höfum ákveðið að trufla liðið ekki og bíðum þess að það setji sig í samband við Hari. Við hlustum ekki á aðrar fregnir, við erum þeir einu með beint samband við liðið. Við höfum tröllatrú á að liðið toppi fjallið fljótlega,“ sagði á Instagram-síðu John Snorra í hádeginu eftir að náðst hafði samband við Sajid. View this post on Instagram A post shared by John Snorri (@john.snorri) Haft var eftir Sajid að hinir þrír hefðu verið í góðu ástandi og gangan gengi vel. Þremenningarnir ætluðu sér á toppinn. Muhammad Ali Sadpara, annar Sadpara bróðir, greindi frá því á Twitter síðdegis í dag að hann hefði náð sambandi við Sajid í þriðju búðunum. Sajid hafði farið úr tjaldinu og athugað hvort eitthvað sæist til þeirra. Hann sá engin ljós eða hreyfingu. Hann er nestaður, með tjald og svefnpoka. I just got in contact with Sajid at C3. He went out to check if there is any trace of them. He hasn't saw any lights or any movement. He has food,sleeping bag and he is holding tight. We'll publish the news as soon as he informs us.#k2winterexpedition2021@john_snorri— Muhammad Ali Sadpara (@ali_sadpara) February 5, 2021 Þegar þetta er skrifað er klukkan farin að ganga fimm um nótt í Pakistan en fimm tíma mismunur er á Íslandi og Pakistan. Óvíst er hvar þremenningarnir eru staddir en greinilegt að fjallaáhugafólk um allan heim fylgist með leiðangri ofurmennanna sem ætluðu að hafast við í fjórðu búðum eftir að hafa toppað fjallið. Ískalt er í efstu hæðum K2 þar sem frostið er um 40 gráður og enn kaldara með vindáhrifum. Ágætt er að hafa í huga að þremenningarnir eru engir venjulegir göngumenn. Þeir eru fremstir í sínu fagi. At this moment we haven't heard from the team since Sajid descended from bottleneck where the team was located 10.00 PKT...Posted by John Snorri on Friday, February 5, 2021 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona John Snorra, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu fyrr í kvöld. Hún sagðist í hádeginu í dag vera áhyggjufull eins og fleiri. Af því tilefni deildi hún, á Facebook-síðu Johns Snorra, hugleiðingum göngufélaga John Snorra frá Ástralíu, Cian O'Brolchain. Hún segir O'Brolchain hafa minnt sig á samtal sem þau áttu þegar John Snorri fór á topp K2 árið 2017. „Þegar ég er að ganga og þá sérstaklega á tinda yfir átta þúsund metra hæð þá vel ég að einbeita mér að því að vera ekki að pæla of mikið í talstöðvum, Garmin og svoleiðis. Það er auðvelt að fá frostbit eða gera mistök. Ég vil frekar bíða þangað til ég kemst í búðir eða vita að ég er öruggur áður en ég hef samband. Ég myndi ætla að John hefði samband um leið og hann vissi að hann væri öruggur,“ sagði O'Brolchain. John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi.Lífsspor K2 „K2 að vetrarlagi er allt annað dæmi. Rafhlaða í talstöðvum lifir ekki lengi í svo miklum kulda. Það er mikilvægt að hann einblíni á gönguna og að komast niður heill á húfi. Þú munt heyra frá honum fljótlega. Veðrið verður líka hlýrra svo hann getur náð upp hita og farið hraðar yfir. Hann hefur verið þarna áður svo hann þekkir svæðið vel og getur farið hratt niður af toppnum. Ekkert mál fyrir hann,“ sagði O'Brolchain í hádeginu í dag.“ UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 John Snorri hefur náð mögnuðum og eftirtektarverðum árangri undanfarinn áratug í fjallamennsku. Hann hefur raunar toppað K2 en nú stóð til að gera aðra tilraun að toppa K2 að vetrarlagi. Frá 2011 hefur John Snorri gengið á Mount Blanc, hæsta fjall Evrópu, og svo marga af hæstu tindum heims síðan þá. Ama Dablam árið 2015 og Mount Elbrus árið 2016, Lhotse ásamt K2 að sumarlagi og Broad Peak árið 2017. Svo kleif hann Matterhorn, Breithorn og Pollux árið 2018. Árið 2019 stóð hann á toppi Manaslu.
Fjallamennska Nepal Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent