Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Apríl Harpa Smáradóttir ásamt fjölskyldu sinni á Balí. Instagram Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Kim féll Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira