Borgaði hálfa milljón fyrir erfiða fæðingu á Balí: „Ég var svo ógeðslega hrædd“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 07:00 Apríl Harpa Smáradóttir ásamt fjölskyldu sinni á Balí. Instagram Apríl Harpa Smáradóttir eignaðist dóttur sína Lúnu á sjúkrahúsi þar á Balí þar sem hún býr. Hún upplifði mikla hræðslu í fæðingunni, meðal annars vegna samskiptaleysis og tungumálaerfiðleika. Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Apríl segir að hún hafi fengið áfall og kvíða í kjölfarið sem hún þurfti svo að vinna úr. „Ég ætlaði að fæða barnið mitt heima á Íslandi en af því að maðurinn minn er frá Suður-Afríku þá er mjög erfitt fyrir hann að koma til Íslands, þannig að við urðum að eiga það úti.“ Hún viðurkennir að hafa verið mjög svekkt þegar hún komst að því að hún gæti ekki fætt í örygginu í sínu heimalandi á Íslandi. Hennar upplifun af fæðingarfyrirkomulaginu í Indónesíu var neikvæð. Þar sem hún er ekki skráð í heilbrigðiskerfið úti var fæðingin mjög kostnaðarsöm. „Það kostaði okkur hálfa milljón að eignast Lúnu.“ Fæðingin var langdregin og erfið og endaði í bráðakeisara eftir að gleymdist að setja upp þvaglegg hjá henni í mænudeifingu. Apríl segir sögu sína í hlaðvarpinu Kviknar. View this post on Instagram A post shared by april (@rvkgypsea) Nýja starfið eins og gjöf Apríl er menntaður heilsumannfræðingur, jógakennari og leiðir reglulega hugleiðslur. Hún ákvað svo að læra að verða sængurlegu doula eftir eigin erfiðu fæðingarreynslu. „Mér líður eins og það sé heiti eða staða þar sem ég næ að draga alla mína ástríðu saman í einhvers konar gjöf.“ Sjálf hafði hún ekki heyrt um sængurlegu doulur fyrr en hún eignaðist barnið sitt á Balí. „Ég var með sængurlegu doulu úti og það bjargaði minni sængurlegu.“ Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Apríl og Andrea ræða í þættinum meðal annars um sængurlegu, hugleiðslu, dáleiðslu, skömm tengda keisarafæðingum, mikilvægi stuðningsaðila í fæðingum, doulustarfið og margt fleira. Klippa: Kviknar - Apríl Harpa Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira