LeBron ósáttur með að stjörnuleikurinn fari fram í miðjum heimsfaraldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 12:30 LeBron James er nákvæmlega núll spenntur fyrir stjörnuleiknum í NBA-deildinni. getty/Keith Birmingham LeBron James er ósáttur með að NBA-deildin ætli að vera með hinn árlega stjörnuleik í miðjum heimsfaraldri. Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Samkvæmt fréttum vestanhafs á stjörnuleikurinn að fara fram í Atlanta 7. mars. Fyrir tímabilið var ekki gert ráð fyrir því að hann færi fram. LeBron hefur engan áhuga á að spila stjörnuleikinn ef hann fer fram. „Ég er ekkert spenntur fyrir stjörnuleik. Ég er ekki ánægður með þetta. Ef ég verð valinn spila ég en hugurinn verður annars staðar,“ sagði LeBron sem var með þrefalda tvennu þegar Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets, 114-93, í nót. LeBron skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Því miður fyrir LeBron eru verður hann valinn í stjörnuleikinn. Hann er nefnilega efstur í Vesturdeildinni eftir fyrsta hluta kosningar aðdáenda NBA í stjörnuliðin. LeBron hefur spilað sextán stjörnuleiki í röð, eða síðan 2005, á hans öðru tímabili í NBA. LeBron hafði hlakkað til að geta kastað mæðinni eftir álag síðustu mánaða. „Við fengum 71 dags langt undirbúningstímabil og þegar tímabilið hófst var okkur tjáð að það yrði enginn stjörnuleikur svo við fengjum frí. Síðan bæta þeir stjörnuleiknum við sisvona,“ sagði LeBron. „Þetta er köld vatnsgusa framan í okkur. Við erum enn að kljást við heimsfaraldur og förum síðan allir inn í borg sem er opin.“ De'Aaron Fox, stærsta stjarna Sacramento Kings, gekk enn lengra en LeBron og sagði að það væri hreinlega heimskt að stjörnuleikurinn væri fram í ár. Hann ætlar þó að spila ef hann verður valinn. „Þú átt að spila og ef sleppir því og ert ekki meiddur færðu háa sekt svo ég mun taka þátt,“ sagði Fox sem hefur ekki enn verið valinn til að spila í stjörnuleiknum á ferlinum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira